null
Fréttir

Gefðu upplifun í jólagjöf!

Senn líður að jólum og margt fólk farið að huga að jólagjöfunum í ár. Á heimasíðunni okkar eru sífellt að bætast inn spennandi námskeið á vormisseri sem eru tilvalin gjöf fyrir fróðleiksfúsa ástvini, starfsmannahópa og mörg fleiri.

Gjafabréf Endurmenntunar HÍ er góð gjöf sem opnar dyr að spennandi heimi fræðslu og fróðleiks og er þar að auki vistvænn kostur sem skilur eftir sig dýrmæta þekkingu. Í boði er að velja ákveðið námskeið eða upphæð að eigin vali. Gjafabéfið rennur ekki út og því er nægur tími fyrir handhafa að finna rétta námskeiðið.

Pantaðu þitt gjafabréf HÉR.


Námskeiðin okkar flokkast í Heilbrigðisvísindi og velferð, Kennsla og uppeldi, Líf og líðan, Mannauðsmál og samskipti, Náttúra og ferðalög, Saga. listir og menning, Stafræni heimurinn, Stjórnun og rekstur, Tungumál og Verkfræði og hönnun.

Hér fyrir neðan höfum við tekið saman hugmyndir að skemmtilegum námskeiðum sem eru líkleg til að vekja lukku þessi jólin.

Byrjaðu í golfi - fyrir byrjendur og lengra komin

Byrjaðu í golfi

Hagnýtar gervigreindarlausnir

Hagnýtar gervigreindarlausnir

Heilaheilsa og þjálfun hugans

Lifðu í sátt - lærðu að nota aðferðir ACT

Spænska I, II og III

Ítalska I, II, III og IV

Tími skáldanna - um skáldskap og skáldskaparfræði á Sturlungaöld

Skapandi skrif - fyrstu skrefin

Vigdís forseti - upphaf, mótun, áhrif

Listir og menning sem hugarefling

Verkefnastjórnun - fyrstu skrefin

Japanska I og II

Að ferðast ein um heiminn

Að ferðast með lest - Fjarnámskeið

Að rita ævisögur og endurminningar

Á tímamótum - fjármál við starfslok

Hámörkum árangur með gervigreind - greining og ákvarðanir

Klassísk tónlist - hlustun og saga

Verkfærakista jákvæðrar sálfræði

Mannát og menning

Portúgalska I

Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður

Djöfladýrkun á miðöldum

Ferðaþjónusta og áhrif ferðamennsku

Listin að vera leiðinlegt foreldri

Að gefa út bók - frá hugmynd til lesenda

Draumar - spegill sálarinnar

Íslenskar glæpasögur í meira en heila öld

Kvikmyndatónlist: Tónar og tilfinningar

Framúrskarandi teymi

Tilfinningar og DAM – námskeið fyrir almenning

Almenn veðurfræði og hagnýtar veðurspár

Áfall - hvað svo? - áhrif á heilsufar og líðan og leiðir til bata

Gáfaða dýrið - rýnt í samspil vitsmuna og tilfinninga

Óþekkt svæði Frakklands - Alsace og Baskaland

Húmor og grimmd

Portúgal: Lissabon

Sáning og ræktun kryddjurta og matjurta

Hvar get ég gengið í sumar?

Áfangastaðurinn Ísland

Gagnrýnin hugsun við ákvarðanatöku

Trjá- og runnaklippingar

Frumkvöðullinn Sesselja á Sólheimum

Árangursrík samskipti

Verð