![Endurmenntun Lógó](../../../assets/Media/logos/Endurmenntun-hi.png)
![Endurmenntun Mobile Logo](../../../assets/Media/logos/Endurmenntun-hi.png)
Valmynd
Silja Bára Ómarsdóttir
Auður Hauksdóttir
María Theódóra Ólafsdóttir
Guðni Th. Jóhannesson
Páll Valsson
Námskeið haldið í samstarfi við Loftskeytastöðina.
Það vakti heimsathygli árið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands enda varð hún með því fyrsta konan í heiminum sem kjörin var þjóðarleiðtogi í lýðræðislegum kosningum.
Á þessu vandaða námskeiði verður fjallað um Vigdísi Finnbogadóttur, rætur hennar, framboðið, árin á forsetastóli og árin eftir að forsetatíð lauk.
Fjallað verður um uppruna hennar og bakgrunn. Hver var Vigdís Finnbogadóttir? Hvaðan kom hún og hvað mótaði hugmyndir hennar? Hvað hafði hún til að bera og hvaða áhrif hafði hún á íslenskt samfélag þá og nú?
Dagskrá námskeiðsins:
1. tími, 30. janúar. Forfeður, æsku- og mótunarár. Páll Valsson kennir.
2. tími, 6. febrúar. Fullorðinslíf, sorgir og sigrar. Páll Valsson kennir.
3. tími, 13. febrúar. Forsetaárin. Guðni TH. Jóhannesson, Páll Valsson og Silja Bára Ómarsdóttir kenna.
4. tími, 20. febrúar. Sýningin Ljáðu mér vængi í Loftskeytastöðinni skoðuð undir leiðsögn Maríu Theódóru Ólafsdóttur.
5. tími, 27. febrúar. Lífið eftir forsetatíð. Auður Hauksdóttir kennir.
Námskeiðið höfðar til allra sem hafa áhuga á íslenskri sögu og samfélagi. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á að kynnast Vigdísi Finnbogadóttur betur, störfum hennar og þeim margþættu og margslungnu áhrifum sem Vigdís hafði m.a. á sviði jafnréttismála, umhverfismála, friðarmála og tungumála, bæði hér heima og erlendis.
Auður Hauksdóttir, prófessor emeritus og doktor í dönsku. Auður var forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttir í erlendum tungumálum, frá því að hún var sett á laggirnar árið 2001 og fram til ársins 2018. Á þeim árum náin samstarfskona Vigdísar.
Guðni Th. Jóhannesson var forseti Íslands árin 2016 - 2024 og er nú prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
María Theódóra Ólafsdóttir er forstöðumaður Loftskeytastöðvarinnar.
Páll Valsson er bókmenntafræðingur og rithöfundur. Páll hefur starfað í áratugi við bókaútgáfu og að auki skrifað ævisögur Jónasar Hallgrímssonar, Jóhönnu Sigurðardóttur, Vigdísar Finnbogadóttur og Egils Ólafssonar.
Silja Bára Ómarsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Mynd af Vigdísi Finnbogadóttur/Ari Magg.