Hlutverk

Endurmenntun

Starfsfólk

Stjórnin

ENDURMENNTUN Háskóla Íslands, sem hefur verið starfrækt síðan 1983, er í fararbroddi í endur- og símenntun á Íslandi. Hún hefur margþætt tengsl við íslenskt samfélag og teygir anga sína víða.

Hlutverk ENDURMENNTUNAR, með öflugri nýsköpun í námsframboði og þjónustu, er að efla hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi. Stefna ENDURMENNTUNAR er að vera ávallt eftirsóknarverðasti valkostur fyrirtækja, stofnana og einstaklinga til símenntunar á Íslandi.

ENDURMENNTUN er skilvirkur farvegur fyrir miðlun þekkingar Háskóla Íslands til samfélagsins. Með það að markmiði er unnið með deildum Háskóla Íslands og öðrum samstarfsaðilum.

Rekstur ENDURMENNTUNAR byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. ENDURMENNTUN nýtur engra opinberra fjárframlaga.

null

Fagráð

Fagráð ENDURMENNTUNAR eru ráðgefandi bakland við þróun námsframboðs sem og álitsgjafi varðandi íslenska og erlenda kennara og fyrirlesara. Í þeim situr öflugur hópur fagfólks bæði úr einka- og opinbera geiranum. Þau eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á þróun og nýjungum á viðkomandi fagsviði.

Persónuverndarstefna

ENDURMENNTUN HÍ fylgir persónuverndarstefnu Háskóla Íslands. Upplýsingar um hana má skoða hér á vef Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar

ENDURMENNTUN á í formlegu samstarfi við fjölmörg félög, fyrirtæki og stofnanir. Formlegum samstarfssamningum hefur fjölgað jafnt og þétt að undanförnu og eru á fjölbreyttum sviðum samfélagsins. Samstarfið byggist á gagnkvæmum hagsmunum samstarfsaðila, gæðum, sveigjanleika og góðum samskiptum.

Fyrirtæki og stofnanir
Félög