Valmynd
Endurmenntun HÍ er í fararbroddi í endur-og símenntun á Íslandi, lifandi vettvangur sem tengir Háskóla Íslands, atvinnulíf og samfélag og skapar fjölbreytt umhverfi náms fyrir öll þau sem vilja efla hæfni og þekkingu í lífi og starfi.
Með víðtæku samstarfi, öflugri nýsköpun og fagmennsku þjónar Endurmenntun HÍ áhuga og þörfum einstaklinga, atvinnulífs og samfélags á hverjum tíma.
Hlutverk Endurmenntunar HÍ er að stuðla að betra samfélagi með því að efla þekkingu og hæfni, tengja fólk og skapa tækifæri.
Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.
Fagráð Endurmenntunar HÍ eru ráðgefandi bakland við þróun námsframboðs sem og álitsgjafi varðandi íslenska og erlenda kennara og fyrirlesara. Í þeim situr öflugur hópur fagfólks bæði úr einka- og opinbera geiranum. Þau eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á þróun og nýjungum á viðkomandi fagsviði.
Endurmenntun HÍ fylgir persónuverndarstefnu Háskóla Íslands. Upplýsingar um hana má skoða hér á vef Háskóla Íslands.
Endurmenntun HÍ á í formlegu samstarfi við fjölmörg félög, fyrirtæki og stofnanir. Formlegum samstarfssamningum hefur fjölgað jafnt og þétt að undanförnu og eru á fjölbreyttum sviðum samfélagsins. Samstarfið byggist á gagnkvæmum hagsmunum samstarfsaðila, gæðum, sveigjanleika og góðum samskiptum.
Aðrir samstarfsaðilar eru: Borgarleikhúsið, Forlagið, Gljúfrasteinn - hús skáldsins, Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf, ICE-STQB nefndin, Konfúsíusarstofnunin Norðurljós, Mannvirkjastofnun, Matsmannafélagið, Mála- og menningardeild HÍ, Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins hjá NMÍ, Siðfræðistofnun, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Vistbyggðaráð og Þjóðleikhúsið.
Endurmenntun Háskóla Íslands tekur þátt í grænum skrefum fyrir ríkisstofnanir sem miðar að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.