Hlutverk

Endurmenntun

Starfsfólk

Stjórnin

Endurmenntun HÍ er í fararbroddi í endur-og símenntun á Íslandi, lifandi vettvangur sem tengir Háskóla Íslands, atvinnulíf og samfélag og skapar fjölbreytt umhverfi náms fyrir öll þau sem vilja efla hæfni og þekkingu í lífi og starfi.

Með víðtæku samstarfi, öflugri nýsköpun og fagmennsku þjónar Endurmenntun HÍ áhuga og þörfum einstaklinga, atvinnulífs og samfélags á hverjum tíma.

Hlutverk Endurmenntunar HÍ er að stuðla að betra samfélagi með því að efla þekkingu og hæfni, tengja fólk og skapa tækifæri.

null

Fagráð

Fagráð Endurmenntunar HÍ eru ráðgefandi bakland við þróun námsframboðs sem og álitsgjafi varðandi íslenska og erlenda kennara og fyrirlesara. Í þeim situr öflugur hópur fagfólks bæði úr einka- og opinbera geiranum. Þau eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á þróun og nýjungum á viðkomandi fagsviði.

Persónuverndarstefna

Endurmenntun HÍ fylgir persónuverndarstefnu Háskóla Íslands. Upplýsingar um hana má skoða hér á vef Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun HÍ á í formlegu samstarfi við fjölmörg félög, fyrirtæki og stofnanir. Formlegum samstarfssamningum hefur fjölgað jafnt og þétt að undanförnu og eru á fjölbreyttum sviðum samfélagsins. Samstarfið byggist á gagnkvæmum hagsmunum samstarfsaðila, gæðum, sveigjanleika og góðum samskiptum.

Fyrirtæki og stofnanir
Félög