

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 5. mars kl. 8:30 - 12:30
Jóhann Ingi Gunnarsson
Bragi Reynir Sæmundsson
Endurmenntun Háskóla Íslands
Viltu ná forskoti í samskiptafærni? Viltu auka árangur þinn og öryggi þegar kemur að samskiptum, jafnvel við krefjandi aðstæður? Hér er um stutt en hnitmiðað námskeið að ræða þar sem tekin verða fyrir þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum.
Samfélagið og atvinnumarkaðurinn gerir sífellt auknar kröfur til fólks um leikni í mannlegum samskiptum. Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og færni á því sviði. Farið verður yfir þau atriði sem einkenna jákvæð og árangursrík samskipti og hvernig unnt er að takast á við krefjandi einstaklinga með farsælum hætti þrátt fyrir ólíkar þarfir þeirra og framkomu. Fjallað verður m.a. um samtalstækni, virka hlustun, listina að gagnrýna og aðferðir til að leysa ágreining.
Námskeiðið byggist á fyrirlestri, umræðum og léttum æfingum.
Fyrir alla þá sem vilja ná forskoti í samskiptaleikni.
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, og Bragi Sæmundsson, sálfræðingur og kennari.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.