

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 5. - 19. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x)
Katrín Jakobsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Á námskeiðinu fer Katrín Jakobsdóttir yfir sögu íslenskra glæpasagna frá upphafi og kynnir helstu kenningar um glæpasögur og vinsældir þeirra. Fjallað verður um uppruna glæpasagna og hvernig hefðin varð í kjölfarið til á Íslandi. Rakin verður saga íslenskra glæpasagna í samhengi við alþjóðlega þróun og kynntar helstu kenningar um glæpasögur, tilurð þeirra og vinsældir.
Fyrir öll þau sem hafa yndi af glæpasögum, vinna í tengslum við bækur og vilja bæta líf sitt með því að skilja betur heiminn í gegnum afþreyingarmenningu. Ennfremur fyrir öll þau sem vilja skilja betur tengsl bókmennta og hugmynda okkar um þjóðina.
Þátttakendur fá glærur í fyrsta tíma sem þeir geta stuðst við í tímunum. Þá verður dreift textabrotum til kynningar og bókalista.
Katrín Jakobsdóttir fjallaði um sögu íslenskra glæpasagna í BA-ritgerð sinni (1999) og um samfélagsmynd íslenskra glæpasagna í MA-ritgerð sinni (2004). Hún hefur birt margar fræðigreinar um efnið og hefur sjálf skrifað glæpasöguna Reykjavík (2022) með Ragnari Jónassyni. Hún sat á Alþingi 2007-2024 og gegndi embætti forsætisráðherra 2017-2024.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.