Staðnámskeið

Framúrskarandi teymi

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 6. mars kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Íris Sigtryggsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 24. febrúar. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Vilt þú byggja upp öflugt og árangursríkt teymi?

Rannsóknir sýna að áhrif umhverfis eru mikil og styðja við að teymi séu framúrskarandi. Stjórnendur sem byggja upp starfsumhverfi þar sem markmiðin eru skýr og sálrænt öryggi ríkir, sjá meiri árangur.

Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn inn í mikilvægi starfsumhverfisins og áhrif þess á liðsheild og samvinnu. Fjallað verður um þá þætti sem eru nauðsynlegir til þess að byggja upp umhverfi sálræns öryggis og jákvæðrar menningar.

Um lifandi kennslu er að ræða þar sem þátttakendur munu taka virkan þátt í námskeiðinu. Kennsluaðferðir eru meðal annars æfingar, dæmi og umræður.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Mikilvægi liðsheildar og samvinnu.
  • Leiðtogahæfni.
  • Sálrænt öryggi og samskipti.
  • Vinnustaðamenningu.

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur á mikilvægi liðsheildar.
  • Þekking og færni til þess að byggja upp öflugt teymisumhverfi.
  • Aukin leiðtogafærni og hæfni til að efla teymið þitt.

Fyrir hverja

Alla stjórnendur með mannaforráð eða þau sem stýra teymum í styttri eða lengri verkefnum.

Nánar um kennara

Íris Sigtryggsdóttir er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun mannauðs- og markaðsmála frá University College Dublin ásamt því að vera vottaður ICF stjórnendamarkþjálfi (Executive Coach) frá Háskólanum í Reykjavík og teymismarkþjálfi (Team Coach) frá Team Coaching Studio.

Íris hefur mikla reynslu sem stjórnandi bæði hérlendis og erlendis auk þess að hafa síðustu ár stutt við stjórnendur og teymi með markþjálfun og fræðslu í starfi sínu sem fræðslustjóri og sem sjálfstætt starfandi stjórnenda- og teymisþjálfi.
 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Framúrskarandi teymi

Verð
29900