Staðnámskeið

Klassísk tónlist - hlustun og saga

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 17. og 24. feb. og 3. mars kl. 19:30-22:00

7.5 klst.

Magnús Lyngdal Magnússon

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 37.900 kr.
Snemmskráning til og með 6. febrúar. Almennt verð 41.700 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um sögu vestrænnar tónlistar frá miðöldum til dagsins í dag með fróðlegum en aðgengilegum hætti. Sagt verður frá öllum stefnum og helstu tónskáldum, þar á meðal þekktum höfundum á borð við Bach, Haydn, Mozart, Beethoven og Brahms auk annarra tónskálda sem mörg hver eru minna þekkt. Þá verður leikinn fjöldi tóndæma á meðan á námskeiðinu stendur og fjallað með skemmtilegum hætti um túlkun klassískrar tónlistar í nútíð og fortíð.
 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Viðurkennd tímabil í sögu klassískrar tónlistar.
  • Hvað einkennir þau, tónlistarlega séð?
  • Hverjar voru helstu stefnurnar?
  • Hver voru helstu tónskáldin og hvað sömdu þau?
  • Hefur flutningshefð eitthvað breyst?
  • Hvað er „upprunastefnan“ í túlkun klassískrar tónlistar?
  • Helstu hljóðritanir vinsælustu klassísku verkanna.

Ávinningur þinn

  • Þú eykur þekkingu þína á klassískri tónlist og tónlistarsögu.
  • Þú lærir að nálgast klassíska tónlist, t.a.m. á streymisveitum.
  • Aukið menningarlæsi.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér klassíska tónlist. Ekki er gerð krafa um þekkingu á viðfangsefninu.

Aðrar upplýsingar

Námskeiði er fyrst og fremst hugsað sem skemmtileg og aðgengileg yfirferð yfir sögu vestrænnar tónlistar með tóndæmum. Fyrir ykkur sem viljið dýpka þekkinguna er bent á aðgengilega bók kennarans:
-    Magnús Lyngdal Magnússon: Klassísk tónlist – Á ferðalagi um tónlistarsöguna. Reykjavík 2024.
Bókin verður í boði á sérstöku kynningarverði á námskeiðinu en fæst líka í öllum helstu bókaverslunum.

Nánar um kennara

Magnús Lyngdal Magnússon lauk prófi í sagnfræði og íslensku frá Háskóla Íslands og prófi í trompetleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Hann er tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins og fjallar reglulega um klassíska tónlist í Ríkisútvarpinu. Magnús hefur haft áhuga á klassískri tónlist frá blautu barnsbeini. Hann hefur viðað að sér umfangsmikilli þekkingu á greininni og fjallað um klassík í ræðu og riti um áratuga skeið. Magnús hefur ástríðu fyrir því að leiða fólk inn í leyndardóma klassíkurinnar og opna heim sígildrar tónlistar fyrir almenningi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Klassísk tónlist - hlustun og saga

Verð
37900