

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 1. og fim. 3. apríl kl. 19:00 - 21:30 (2x)
Steinn Kárason
Endurmenntun Háskóla Íslands
Á námskeiðinu verður fjallað um sáningu og ræktun algengra og auðræktanlegra kryddjurta og matjurta. Sagt frá mismunandi tegundum og afbrigðum og á hvaða árstíma er vænlegast að sá til hverrar tegundar. Þátttakendur fá fræðslu um hvaða ræktunaraðstæður og hvaða aðföng þarf til að ná góðum ræktunarárangri.
Mikil lífsgæði eru í því fólgin að geta haft ferskt grænmeti úr eigin ræktun á borðum drjúgan hluta ársins. Með því að auka við þekkingu sína á markvissan hátt næst betri ræktunarárangur.
Flestar mat- og kryddjurtir sem henta til útiræktunar hérlendis þarf að forrækta í nokkrar vikur innanhúss eða undir gróðurhlíf áður en til útplöntunar kemur. Þátttakendur fá upplýsingar um sáðtöflur sem tilgreina sáðtíma og umhirðu mismunandi tegunda, vaxtarrými, næringarþörf þeirra og hæfilegt „sýrustig“ – pH. Fjallað verður um ræktunarferlið, allt frá vali á fræi, sáningu, dreifplöntun, umhirðu að neyslu og geymslu.
Á námskeiðinu verður stuðst við bókina Garðverkin. Þátttakendum býðst bókin á hagstæðu verði.
Námskeiðið er ætlað almennum garðeigendum og öllu áhugafólki um matjurtarækt.
Mælt er með að nemendur hafi bókina Garðverkin við hendina.
Steinn Kárason M.Sc. kenndi umhverfisstjórnun, umhverfis- og auðlindahagfræði og leiðbeindi við B.Sc.- lokaverkefni nemanda við Háskólana á Akureyri og Bifröst.Hann hefur einnig kennt við Garðyrkjuskólann og haldið fjölda fyrirlestra um gróður og umhverfismál víða um land. Steinn var ritstjóri og hefur skrifað bækur og blaðagreinar, samið tónlist og unnið að dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Hann er upphafsmaður að endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði og starfaði sem garðyrkjuverktaki og garðaráðgjafi.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.