

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 26. mars kl. 17:15 - 20:15
Guðrún Ólafsdóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Lestarferðalög bjóða upp á þægilegan fararmáta við allra hæfi og stundum með fegursta landslag beint fyrir utan gluggann. Hugurinn fer á flug og hjartað tekur gleðikipp.
Ísland er eitt fárra landa án járnbrautalesta. Á námskeiðinu fræðumst við um þennan fararmáta sem er oft vanmetinn af Íslendingum. Sérstök áhersla er lögð á lestir í Evrópu og hvernig hægt er að komast um á þægilegan hátt, styttri og lengri leiðir. Farið verður í praktíska hluti, hvernig hægt er að skipuleggja og bera sig að á lestarstöðvum. Sérstaklega verður fjallað um undraheim næturlestanna, hvernig þær eru að fá uppreist æru og þá athygli sem þær eiga skilið á tímum kolefnisfótspora.
Fyrir alla áhugasama um ferðalög. Nýtist vel þeim sem hafa litla eða enga reynslu af lestum og þurfa praktísk ráð til að bruna af stað.
Guðrún Ólafsdóttir er heimshornaflakkari til nokkurra áratuga. Síðustu árin hefur hún iðulega notfært sér lestarsamgöngur erlendis og tekið sérstöku ástfóstri við næturlestir. Bara tilhugsunin um að sitja í lest og horfa á umhverfið þjóta hjá vekur upp spennu og tilhlökkun vegna næsta ferðalags.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.