Staðnámskeið

Trjá- og runnaklippingar

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 7. og mið. 9. apríl kl. 19:00 - 21:30 (2x)

5 klst.

Steinn Kárason

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 28. mars. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um klippingu lauftrjáa, barrtrjáa, blómstrandi runna og berjarunna. Einnig verður fjallað um rósir, formklippingu limgerða og að færa tré og runna.

Nauðsynlegt er að laga til vöxt viðarplantna. Með því að klippa reglulega og á markvissan hátt næst betri ræktunarárangur. Trjáklipping sem framkvæmd er á réttan hátt gefur gróðrinum meira notagildi og meira yndis má af honum njóta. Hægt er að stýra vexti, þéttleika, hæð og umfangi gróðurs. Einnig er hægt að hafa áhrif á blómmyndun til að auka blómgun og uppskeru berja og aldina. Rangar aðfarir geta hins vegar leitt til hins gagnstæða.

Aðal klippingatíminn er að vetri og vori meðan gróðurinn er í hvíld, enda er þá auðveldara að átta sig á vaxtarlaginu en á laufguðum gróðri. En vel að merkja, klippa má allan ársins hring, en áherslur klippingarinnar verða að miðast við tegundir, aðstæður á vaxtarstað og tilgangi með ræktun hverrar tegundar. Skýrðar verða áherslur og vinnulag við vaxtarstýringu, krónuklippingu lauftrjáa og kennt er að greina á milli klippingaaðferða runna sem blómgast á árssprotum eða á fyrra árssprotum.

Á námskeiðinu verður stuðst við bækurnar Garðverkin og Trjáklippingar. Þátttakendum bjóðast bækurnar á hagstæðu verði.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Klippingu lauftrjáa og krónuklippingu.
  • Klippingu rósa, blómstrandi runna og berjarunna.
  • Klippingu barrtrjáa og klifurplantna.
  • Formklippingu og uppbyggingu limgerða.
  • Trjáfellingar og að færa tré og runna.
  • Val á verkfærum og viðhald þeirra.

Ávinningur þinn

  • Betri ræktunarárangur.
  • Meiri blómgun og uppskera.
  • Aukinn skilningur á viðbrögðum trjágróðurs við klippingu.
  • Heilbrigðari og fallegri gróður.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað almennum garðeigendum, öllu áhugafólki um garðrækt, trjárækt og ræktun í sumarbústaðalandi. Það er einnig tilvalið fyrir fagfólk sem vill rifja upp og skerpa á þekkingu sinni.

Nánar um kennara

Steinn Kárason M.Sc. kenndi umhverfisstjórnun, umhverfis- og auðlindahagfræði og leiðbeindi við B.Sc.- lokaverkefni nemanda við Háskólana á Akureyri og Bifröst.Hann hefur einnig kennt við Garðyrkjuskólann og haldið fjölda fyrirlestra um gróður og umhverfismál víða um land. Steinn var ritstjóri og hefur skrifað bækur og blaðagreinar, samið tónlist og unnið að dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Hann er upphafsmaður að endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði og starfaði sem garðyrkjuverktaki og garðaráðgjafi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Trjá- og runnaklippingar

Verð
29900