Staðnámskeið

Óþekkt svæði Frakklands - Alsace og Baskaland

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 20. - 27. mars kl. 20:00 - 22:00 (2x)

4 klst.

Grégory Cattaneo

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 22.900 kr.
Snemmskráning til og með 10. mars. Almennt verð 25.200 kr.
Námskeið

Dreymir þig um að uppgötva Frakkland utan alfaraleiða? Á þessu námskeiði er fjallað um tvo falda gimsteina Frakklands; Alsace landsvæðið (stundum kallað Elsass) og Baskaland (Basque). Farið er yfir þessi minna þekktu landsvæði og fjallað um lykilstaði, sögu og menningu. Einnig eru gefnar hagnýtar upplýsingar sem koma sér vel þegar skipuleggja á ferðir þangað á eigin vegum.

Alsace svæðið í Frakklandi og Baskaland eru landsvæði sem eiga ólíka sögu en eiga það sameiginlegt að vera rík af menningu og spennandi áfangastaðir fyrir ferðalanga. Á námskeiðinu er farið yfir sögu þessara ólíku landsvæða og kafa ofan í þá menningarlegu þróun sem þar hefur átt sér stað.

Alsace er landsvæði sem liggur við þýsku landamærin og er þekkt fyrir einstaka blöndu franskrar og þýskrar menningar. Þar eru fallegar borgir, höfuðborgin Strasbourg er afar notaleg og aðrar borgir, til dæmis Colmar, eru mjög heimilislegar. Svæðið er einnig þekkt fyrir vínleiðina og spennandi matargerð.

Baskaland er landsvæði Baska á Spáni og í Frakklandi en svæðið er þekkt fyrir ríkulega sögu og einstaka menningu en rætur hennar ná djúpt aftur í aldirnar. Þar eru fjölbreytt landslag, fallegar strendur og skemmtileg listasöfn.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Sögu og menningu Alsace og Baskalands sem sjálfstæðra svæða og hluta Frakklands. Farið er yfir helstu kennileiti og markverða áfangastaði.
  • Sérstöðu þessara minna þekktu landsvæða Frakklands.
  • Matarmenningu svæðanna; pipar frá Espelette, geitaost frá Baskalandi með kirsuberjasultu, súrkál, pylsur og vín frá Alsace.
  • Kynning á málfræði og menningu þjóðmálanna alsatísku og tungumáls Baska, í gegnum bókmenntir og tónlist.

Ávinningur þinn

  • Góð yfirferð yfir nokkur af óþekktari svæðum í Frakklandi: Alsace og Baskaland.
  • Innsýn í sögu, menningu og listir landsvæðanna og þróun þeirra.
  • Grunnur til að skipuleggja ferð á þessa staði á eigin vegum.

Fyrir hverja

Allt ferðaáhugafólk, áhugafólk um Frakkland, um framandi sögu og menningu og öll sem vilja kynna sér eitthvað áhugavert og nýtt.

Nánar um kennara

Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Undanfarin ár hefur hann kennt sögu Frakklands við Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Óþekkt svæði Frakklands - Alsace og Baskaland

Verð
22900