Staðnámskeið

Djöfladýrkun á miðöldum

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 20. og 27. feb. kl. 20:00 - 22:00 (2x)

4 klst.

Grégory Cattaneo

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 22.900 kr.
Snemmskráning til og með 10. febrúar. Almennt verð 25.200 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði er fjallað um djöfladýrkun og villutrú á miðöldum. Hvernig var djöfladýrkun iðkuð og hvernig var henni tekið í samfélaginu. Hvernig virkaði rannsóknarréttur á miðöldum?

Fjallað er um ýmis þemu sem tengjast djöfladýrkun á miðöldum, meðal annars trúarbrögð, villutrú, sögusagnir, hefðir og venjur, þjóðtrú og mótmæli kirkjunnar. Einnig stjórnmálaleg tengsl og vald, djöfulsfræði, list og menningu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Trúarbrögð og venjur sem tengjast dýrkun djöfulsins, þar á meðal blót og tákn.
  • Miðaldasagnir um djöfulinn, samskipti hans við menn og hlutverk hans í evrópskri þjóðtrú.
  • Miðaldaskilning á djöflinum og tengdum verum, þeirra skipan, einkenni og áhrif á daglegt líf fólks.
  • Framsetningu djöfulsins í miðaldalist, þar á meðal málverkum, höggmyndum og skáldverkum.
  • Trúarafbrigði og mótmæli kirkjunnar, rannsóknir á villutrú og trúvillingum, viðbrögð kaþólsku kirkjunnar, ofsóknir og dómar fyrir villutrú.
  • Tengsl milli dýrkunar djöfulsins og stjórnmálalegra mála, þar á meðal ásakana um galdraskap sem notaðar voru í stjórnmálum og samfélagsmálum.
  • Viðbrögð kirkjunnar og lögreglu við dýrkun djöfulsins, ráðstafanir til að berjast gegn henni og ofsóknir.

Ávinningur þinn

  • Dýpri skilningur á djöfladýrkun og villutrú á miðöldum og þeim þemum sem tengjast viðfangsefninu.
  • Innsýn í tengsl milli trúarbragða og valdastofnana á þessum tíma.
  • Aukinn skilningur á trúarbrögðum, sögnum og þjóðtrú.
  • Aukin menningarleg víðsýni og skilningur á þróun hefða og siða.

Fyrir hverja

Alla sem hafa áhuga á spennandi og dularfullum hlutum mannkyns- og trúarbragðasögunnar. Þau sem eru áhugasöm um menningu og sögu á miðöldum.

Nánar um kennara

Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Undanfarin ár hefur hann kennt sögu Frakklands við Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Djöfladýrkun á miðöldum

Verð
22900