

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 27. mars kl. 19:00 - 22:00
Ársæll Már Arnarsson
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Flestir líta húmor jákvæðum augum. Hann er eftirsóknarverður hluti af persónuleika fólks, enda léttir hann því lífið og gerir öll samskipti skemmtilegri. Það er hins vegar ekki einfalt að útskýra í hverju húmor felst og þegar hann er skoðaður nánar kemur í ljós að hann er alls ekki alltaf jákvæður heldur oft svartur, meiðandi og grimmur.
Húmor og grimmd eru ævagamlir förunautar og í þessu námskeiði eru þessi mikilvægu hugtök skoðuð í ljósi hugmyndasögunnar frá fjölmörgum sjónarhornum. Hvað er fyndið og hvers vegna erum við að reyna að vera fyndin? Einnig verður skoðað hvað er grimmd og hvers vegna sýnum við hana? Megináherslan er þó lögð á skörun þessara hugtaka, þ.e. hvort húmor sé alltaf í eðli sínu beittur og þar af leiðandi meiðandi. Ekki þarf að fjölyrða um að efnið á ríkt erindi við samtímann.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem halda að þau séu fyndin án þess að vera grimm.
Ársæll Arnarsson er prófessor á Menntavísindasviði. Ásamt Giorgio Baruchello prófessor skrifaði hann fjögurra binda ritröð sem nefnist „Humour & Cruelty“ og var gefin út af DeGruyter. Þeir félagar hafa einnig birt greinar um efnið í alþjóðlegum fræðiritum ásamt því að halda fyrirlestra hérlendis og erlendis.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.