Húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands við Dunhaga 7
Fréttir

Fjármálastjóri Endurmenntunar - Laust starf

Endurmenntun Háskóla Íslands leitar að fjármálastjóra í fullt starf. Fjármálastjóri heyrir beint undir forstöðumann Endurmenntunar og ber ábyrgð á fjármálum stofnunarinnar gagnvart forstöðumanni. Fjármálastjóri stýrir teymi fjögurra starfsmanna fjármála og reksturs.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á daglegum fjármálarekstri t.d. innheimtu og greiðslu reikninga, innkaupum og samningamálum
  • Greiningar á fjármálum, rekstrarkostnaði, framlegð og öðrum tölulegum gögnum
  • Fjárhagsáætlun Endurmenntunar, gerð og eftirfylgni í samráði við forstöðumann
  • Stjórnun teymis fjármála- og reksturs
  • Upplýsingagjöf og þjónusta til viðskiptavina og samstarfsfólks/stjórnenda
  • Umsjón með þróun ferla og umbótaverkefnum sem snerta fjármál og bókhald
  • Ábyrgð á utanumhaldi á viðhaldi, aðstöðu og búnaði Endurmenntunar

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði eða skyldum greinum
  • Reynsla af fjármálastjórnun og greiningu fjárhagsupplýsinga
  • Reynsla af stjórnun er æskileg
  • Reynsla af notkun bókhalds- og fjárhagsupplýsingakerfa
  • Góð hæfni í notkun upplýsingatæknilausna eins og Excel, kunnátta á Power BI er æskileg
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Góð íslensku og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir þurfa að berast í gegnum Starfatorg að meðfylgjandi eftirfarandi gögnum:

  • Ferilskrá
  • Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
  • Staðfest afrit af prófskírteinum
  • Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Endurmenntun Háskóla Íslands, EHÍ, er í fararbroddi í sí- og endurmenntun á Íslandi og tekur árlega á móti þúsundum nemenda á námskeið og í lengra nám. Hlutverk EHÍ er að stuðla að betra samfélagi með því að efla þekkingu og hæfni, tengja fólk og skapa tækifæri. Hjá EHÍ starfa tuttugu starfsmenn.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.05.2025

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Elín Vignir, hildurelin@hi.is

Verð