

Valmynd
Tómas Gíslason hefur verið ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Tómas kemur til okkar frá Mannverk þar sem hann var verkefnastjóri við byggingu gagnavera. Hann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, m.a. sem aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og mannauðs- og rekstrarstjóri hjá bæði Íslenskri Erfðagreiningu og OZ hf, auk upplýsingatæknistarfa hjá VKS, Kögun og Auði Capital. Við bjóðum Tómas hjartanlega velkominn til starfa.