Endurmenntun HÍ leitar að verkefnastjóra í fullt starf. Verkefnastjórinn er hluti af teymi sem vinnur að þróun og umsjón fræðslu og náms. Starfsfólk Endurmenntunar HÍ starfar við að efla hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón og ábyrgð á framkvæmd námsbrauta Endurmenntunar HÍ
- Samskipti og samstarf við nemendur, kennara og samstarfsaðila við HÍ og í atvinnulífinu
- Nýsköpun og þróun
- Gerð fjárhags- og tímaáætlana og eftirfylgni
Hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af verkefnastjórnun, t.d. af umsjón, skipulagi eða þróun fræðslu/náms er æskileg
- Reynsla af vinnu við stafrænt fræðsluefni er kostur
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð samstarfs- og samskiptahæfni og þjónustulund
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 15.09.2025
Nánari upplýsingar má finna á Starfatorgi: