

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. og fim. 25. feb. - 25. mars kl. 17:00 - 19:55 (8x)
Guðmundur Björnsson
Fjallað verður um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga í heiminum og á Íslandi. Farið yfir lykilhugtök og kenningar í ferðamálafræðum. Nemendur fá innsýn í hegðun ferðamanna, upplifun þeirra og væntingar. Kynnt eru markaðsmál, söluferlar og starfsumhverfi ferðaþjónustu.
Fjallað um þolmörk ferðamennsku og áhrif ferðamennsku á umhverfi, samfélag og efnahagslíf, mismunandi tegundir ferðamennsku og samspil manns og umhverfis. Sérstök áhersla er lögð á ábyrga ferðamennsku og rætt um möguleika á að þróa slíka ferðamennsku hér á landi í ljósi skipulagningar og stjórnunar.
Fjallað um sögu náttúruverndar, gefin innsýn í náttúrusiðfræði og viðhorf og rætt um umgengni ferðamanna við náttúruna. Kynnt verða helstu atriði sem huga þarf að við stofnun, rekstur og markaðssetningu lítils ferðaþjónustufyrirtækis. Loks er fjallað um ferðaþjónustu og ferðamennsku á samfélagsmiðlum.
Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.
Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.
Fyrir alla áhugasama um ferðaþjónustu. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.