Fjarnámskeið

Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 19. feb. kl. 19:30 - 22:00

2.5 klst.

Snæfríður Ingadóttir

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 19.900 kr.
Snemmskráning til og með 9. febrúar. Almennt verð 21.900 kr.
Námskeið

Gætirðu hugsað þér að ferðast um heiminn án þess að greiða krónu fyrir gistingu? Viltu fá meiri upplifun út úr ferðalögum þínum?  Íbúðaskipti verða sífellt vinsælli, enda bæði hagkvæm og skemmtileg leið sem gefur aukin tækifæri til ferðalaga.

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífsstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og veitir þátttakendum innblástur til gefandi og hagsýnni ferðalaga.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Jákvæðar og neikvæðar hliðar íbúðaskipta.
  • Hvaða vefsíður eru bestar?
  • Hvað eykur líkurnar á vel heppnuðum íbúðaskiptum?
  • Hvernig er best að undirbúa heimilið fyrir skiptin?
  • Mismunandi tegundir íbúðaskipta; bein skipti, óbein skipti, punktaskipti, gestgjafaskipti.

Ávinningur þinn

  • Þú færð hvatningu til þess að prófa óhefðbundna ferðamöguleika á borð við íbúðaskipti.
  • Þú lærir um hvað ber að varast þegar gengið er frá íbúðaskiptum.
  • Þú sérð ferðalög í nýju ljósi!

Fyrir hverja

Öll þau sem vilja fá öðruvísi upplifun á ferðalögum sínum og um leið spara peninga.

Nánar um kennara

Snæfríður Ingadóttir hefur lengi haft áhuga á ferðalögum og farið víða. Hún er menntaður leiðsögumaður og hefur fjallað mikið um ferðamál í starfi sínu sem blaðamaður, auk þess að hafa skrifað nokkrar bækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn, handbók um íbúðaskipti og búferlaflutninga til Spánar, og ferðahandbækur um Tenerife og Gran Canaria.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður

Verð
19900