Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 6. - 20. mars kl. 19:30 - 22:00 (3x)
7.5 klst.Einar Sv. Tryggvason
Endurmenntun Háskóla Íslands
Á þessu námskeiði verður farið yfir einn mikilvægasta þátt kvikmyndanna: Tónlistina.
Af hverju er tónlist undir þessu atriði en ekki hinu? Af hverju heyrist þessi laglína alltaf þegar þessi persóna birtist á skjánum? Hvað einkennir áhrifaríka kvikmyndatónlist?
Stiklað verður á stóru um sögu kvikmyndatónlistar í aldanna rás, allt frá þöglum myndum 19. aldar yfir í Netflix-þætti dagsins í dag. Farið verður yfir starf og hlutverk kvikmyndatónskálda og verkefnin sem þau standa frammi fyrir í ferlinu.
Stærsti hluti námskeiðsins fer í að horfa saman á 1-2 kvikmyndir með tónlistina að leiðarljósi og ræða staðsetningu hennar, eðli og hlutverk. Með líflegum umræðum og skoðanaskiptum geta þátttakendur dýpkað skilning sinn á hlutverki og eðli kvikmyndatónlistar og þannig aukið upplifun sína af kvikmynda- og sjónvarpsglápi.
Allt áhugafólk um kvikmyndir og kvikmyndatónlist og öll þau sem vilja dýpka áhorfsupplifun sína með auknum skilningi á mikilvægi og hlutverki tónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Engin þörf er á bakgrunni í tónlistar- eða kvikmyndabransanum, heldur er farið yfir efni frá sjónarhóli hins almenna áhorfanda.
Einar Sv. Tryggvason er kvikmyndatónskáld með BA-gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og Mmus gráðu í kvikmyndatónsmíðum frá Conservatorium van Amsterdam.
Á síðustu árum hefur Einar samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda, sjónvarpsþátta, stuttmynda og auglýsinga og t.a.m. hlotið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hann hefur einnig starfað um árabil sem stundakennari í kvikmyndatónlist við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.