null
Fréttir

Fjöldi nemenda kominn yfir þúsund

Atli Þór Kristbergsson ríður á vaðið í nýjum lið sem við hjá Endurmenntun HÍ setjum af stað; kennari vikunnar. Atli er sjálfstætt starfandi leiðbeinandi með áherslu á M365 vörur. Hann er einstaklega afkastamikill og vinsæll kennari, enda hefur hann ekki tölu á því hversu mörg námskeið hann hefur haldið frá því að hann kenndi í fyrsta sinn hjá okkur fyrir fimm árum.

„Fjöldi nemenda minna er kominn yfir 1000,“ segir Atli stoltur. „Það besta við að kenna hjá EHÍ eru tækifærin til að hjálpa fólki að læra nýja hluti, hitta nýtt fólk og stækka tengslanetið.“

Námskeiðin sem Atli kennir á haust- og vormisseri í vetur eru þessi:
M365 umhverfið (endurmenntun.is)

Microsoft Planner og Teams (endurmenntun.is)

Microsoft Teams fyrir virka notendur (endurmenntun.is)

Microsoft Teams fyrir virka notendur (endurmenntun.is)

Microsoft OneNote (endurmenntun.is)

Microsoft Planner og Teams (endurmenntun.is)

Microsoft Teams fyrir virka notendur (endurmenntun.is)

Atli er iðnmeistari að mennt og D-vottaður verkefnastjóri eftir að hafa sótt nám hjá í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun HÍ. Spurður um hvaða eiginleikum hann er gæddur segist hann sjaldan sjá vandamál í neinu. „Ég sé frekar tækifæri því ég jákvæður að eðlisfari og vil gera betur í dag en í gær.“ Um hæfileika sína sem gætu komið á óvart hefur Atli þetta að segja: „Hvað ég er ofvirkur! Ég var greindur á fullorðinsárum með ADHD.“
Okkur finnst þetta svar hans frábært því ADHD getur sannarlega verið bæði kostur og hæfileiki.

Inntur eftir lífsmottói að lokum segir Atli: „Ég er bara ég – með öllum mínum kostum og göllum!“

Sjá úrval námskeiða hjá Endurmenntun HÍ með því að smella hér.

Verð