null
Fréttir

Áhugasöm spurðu margs á kynningarfundum

Hópur áhugasamra mögulega verðandi nemenda kynnti sér fimm námsbrautir af þeim boðið verður upp á hjá Endurmenntun Háskóla Íslands næsta haust. Um var að ræða Leiðsögunám, Nám til löggildinga fasteigna- og skipasala, Sérnám í hugrænni atferlismeðferð, Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun og Ökukennaranám til almennra réttinda.

Stemningin á kynningarfundunum einkenndist af fjölmörgum mikilvægum og skemmtilegum fyrirspurnum sem okkar fulltrúar svöruðu af bestu getu, enda er ákvörðun um nám eðlilega alltaf mikilvæg í lífi hvers og eins. Við höldum að sjálfsögðu áfram að svara öllum spurningum um námsleiðirnar og hvetjum öll til þess að láta vaða. Best er að hafa samband beint við hvern verkefnastjóra fyrir sig. Nöfn þeirra og netföng koma fram undir hlekkjunum hér fyrir ofan.

Umsóknarfrestur í námsleiðirnar er til og með 15. maí.

Við vekjum sérstaka athygli á því að oft eru hægt að sækja um ýmsa styrki upp í alls kyns nám og verkefnastjórar veita einnig þær upplýsingar.

Verð