Valmynd
Námið hefst 23. ágúst 2023 og því lýkur með útskrift í ágúst 2024.
Kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu, hver á sínu sviði.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur.
Í samstarfi við Samgöngustofu
Námið samsvarar 30 ECTS einingum.
Námið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og þjálfun til að geta skipulagt, undirbúið og annast ökukennslu, með tilliti til hæfni, getu og þarfa ökunemenda sinna. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á sviði kennslufræða og umferðarmála og færni í að beita og miðla henni. Fagleg þekking á sviði umferðarfræða og þekking og færni á sviði kennslu og þjálfunar verður því ætíð að fara saman. Nemendur munu geta lýst og útskýrt hvað felst í öruggum akstri. Þeir munu jafnframt geta skipulagt og útfært færniþjálfun um leið og þeir geta gert öðrum grein fyrir nauðsyn þess að ökukennarinn sjálfur sé góð fyrirmynd og rækti ábyrgðartilfinningu og ábyrg viðhorf í starfi.
Kennsla skiptist í bóklega og verklega kennslu. Bókleg kennsla fer fram með verkefnamiðuðum hætti. Námið er skipulagt á formi fjarnáms með staðlotum. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og námið fer að miklu leyti fram í gegnum verkefnavinnu. Kennsluáætlun og dagskrá fyrir hvert námskeið liggur fyrir við upphaf náms. Verkleg kennsla er stór hluti námsins og skiptist í vettvangsnám, áhorf og æfingakennslu. Krafist er 80% viðveru í staðlotum og 100% viðveru í verklegum hluta námsins.
Staðlotur verða á eftirfarandi dagsetningum:
23. - 26. ágúst 2023
4. - 7. október 2023
22. - 25. nóvember 2023
24. - 27. janúar 2024
6. - 9. mars 2024
17. - 20. apríl 2024
Athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Kennari á hverju námskeiði fyrir sig annast námsmat og útfærir það út frá viðfangsefni og þörfum. Fyrirkomulag námsmats liggur fyrir við upphaf náms. Til að standast kröfur náms þarf nemandi að ná lágmarkseinkunninni 7 í lokaverkefnum í umferðarfræði, kennslufræði og sálfræði. Til þess að mega skila lokaverkefnum þarf nemandi að uppfylla kröfur um verkefnaskil, virkni og mætingu í staðlotur innan hverrar námsgreinar. Til þess að námskeiði teljist lokið þarf nemandi að ná einkunninni 7. Nemandi skal jafnframt uppfylla kröfur um 100% mætingu og verkefnaskil í verklegum hluta námsins. Geti nemandi ekki, vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla, sinnt námi sínu er það á hans ábyrgð að hafa samband við kennara og leita lausna.
Hróbjartur Árnason, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Ingunn Óladóttir ökukennari.
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri hjá EHÍ.
Jóna Svandís Þorvaldsóttir, verkefnastjóri hjá EHÍ.
Sigurlína Freysteinsdóttir frá Samgöngustofu.
Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands.
Ökukennaranám til almennra réttinda er ætlað þeim sem vilja afla sér þekkingar og hæfni til að sækja um starfsleyfi sem ökukennari til almennra réttinda (B-réttinda)
Inntökuskilyrði í námið er stúdentspróf eða sambærileg menntun. Enn fremur er horft til eftirfarandi þátta við inntöku nemenda:
Ökuferils umsækjanda. Að umsækjandi hafi ekki fengið refsipunkta vegna umferðarlagabrota undanfarin þrjú ár.
Starfsreynslu, s.s. af kennslu- og uppeldismálum sem og umferðaröryggismálum.
Fjölbreytileika í nemendahópnum.
Með umsókn þarf að fylgja:
Stúdentsprófsskírteini eða staðfesting á sambærilegu námi.
Greinargerð þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali og væntingar til námsins, hámark 1 bls.
Mælt er með að skila inn ferilskrá og/eða meðmælum sem geta talist umsækjanda til framdráttar við meðferð umsóknar.
Umsóknir eru metnar af fagráði.
Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.
Vinsamlega athugið að eftirfarandi er ekki innifalið í námsgjaldi:
Þátttaka í ökuskóla 1 og 2.
Námsbækur og námsgögn, annað en það efni sem kennarar útvega og setja á Canvas.
Viðbótarþjálfun í eigin akstri eða kennslu umfram það sem fram kemur í kennsluskrá.
Nánari upplýsingar um námið má finna í námsvísi (PDF).
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Námið samsvarar 30 ECTS einingum.</span>