Facebook Pixel
Á myndinni má sjá Tómas Gíslason og Hildi Elínu Vigni með Neyðarkallinn 2025
Fréttir

Endurmenntun styður Hjálparsveit skáta í Reykjavík - kaupir Neyðarkallinn 2025

Endurmenntun Háskóla Íslands leggur sitt af mörkum til öflugra björgunarsveita með því að kaupa Neyðarkallinn 2025 og styðja þannig við mikilvægt og óeigingjarnt starf Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Í ár er Neyðarkallinn straumvatnsbjörgunarmaður og er tileinkaður Sigurði Kristófer McQuillan Óskarssyni, sem lést við björgunaræfingar í nóvember í fyrra. Neyðarkallinn á lyklakippunni sýnir björgunarmann í straumvatni og er táknræn fyrir þá sem leggja sig í lífshættu til að hjálpa öðrum.

Neyðarkallinn er næst stærsta fjáröflun HSSR og er því ein af meginstoðunum í fjármögnun sveitarinnar. Allur ágóði rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda víða um land, sem nýta hann til að efla búnað, þjálfun og öryggi í samfélaginu.

Hildur Elín Vignir endurmenntunarstjóri tók á móti Neyðarkallinum í dag fyrir hönd Endurmenntunar HÍ.

Sala á Neyðarkalli fer fram dagana 5. – 9. nóvember 2025.

Verð