

Valmynd
Námið hefst 5. sept. 2023 og lýkur með útskrift í júní 2024.
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn um Ísland í samræmi við Evrópustaðal ÍST EN 15565:2008
Að námi loknu á nemandi að geta:
Skýrt hlutverk og ábyrgð leiðsögumanns í hópstjórn.
Átt fagleg samskipti við ferðamenn og aðra aðila í ferðaþjónustu.
Tekið á móti og átt samskipti við ólíka hópa ferðamanna með mismunandi þarfir.
Fjallað um sögu og eðli ferðaþjónustu og áhrif ferðamennsku.
Útskýrt helstu þætti náttúrufars, sögu og menningar Íslands, ásamt þróun íslensks samfélags.
Miðlað þekkingu sinni til ferðamanna með aðferðum umhverfistúlkunar.
Notað viðeigandi tungumál með sérhæfðum orðaforða til miðlunar umfjöllunarefnis.
Aflað sér gagna til að skipuleggja ferðir um Ísland fyrir ólíka hópa ferðamanna.
Lýst áfangastaðnum Íslandi, helstu ferðamannastöðum landsins, afþreyingarmöguleikum og ferðaleiðum.
Hannað ferðir með hliðsjón af helstu skipulagsþáttum.
Lýst í grófum dráttum ferðaþjónustu sem atvinnugrein.
Fjallað um lög, reglugerðir og rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar.
Dregið fram hvað þarf til að stofna og reka lítið ferðaþjónustufyrirtæki.
Lýst markaðssetningu og notkun samfélagsmiðla í ferðaþjónustu.
Námið í heild er hægt að taka á tveimur misserum. Þeir sem vilja geta tekið það á lengri tíma. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með rafrænni könnun og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Námið er bæði hægt að sækja í staðnámi og/eða fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur eftir að kennslustund lýkur.
Kennt er alla jafna á þri. og fim. kl. 17:00 - 19:55.
Námsmat byggir á stuttum rafrænum könnunum, pistlum og verkefnum.
Þeir sem vilja útskrifast með staðfesta færni á erlendu tungumáli, þreyta munnlegt inntökupróf sem staðfestir lágmarksfærni á viðkomandi tungumáli og í framhaldinu þrjú munnleg próf á námstímanum. Færni er metin í samstarfi við Tungumálamiðstöð HÍ og stuðst er við Evrópska tungumálarammann (CEFR). Færniviðmið er á bilinu B2-C1 við lokamat. Greiða þarf 14.000 kr. aukalega fyrir hvert þreytt próf.
Námið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.
Námið hentar öllum þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Einnig getur námið verið kjörið fyrir þá sem vilja kynnast betur landi og þjóð og er því í boði að sækja stök námskeið eða námið að hluta án námsmats.
Ef umsækjandi hyggst þreyta munnleg próf í erlendu tungumáli er viðkomandi beðinn um að skrá tungumál í athugasemdir umsóknar. Ef umsækjandi hefur nú þegar staðfesta færni á bilinu B2-C1 skv. Evrópska tungumálarammanum er viðkomandi beðinn um að láta þá staðfestingu fylgja umsókninni.
Nánari upplýsingar um námið og kennara má finna í námsvísi (pdf).
„Leiðsögunemar slógu í gegn sem ljósmyndarar“ - Umfjöllun um ljósmyndasamkeppni leiðsögunema á vegum markaðsdeildar EHÍ.
„Veronika er þriðji ættliður leiðsögumanna“ - Viðtal við Veroniku Guðmundsdóttur Jónsson, útskriftarnema úr leiðsögunámi vorið 2023.
Hægt er að sitja stök námskeið án námsmats og inntökuskilyrða.
Skráning í opin námskeið:
Á haustmisseri 2023
Leiðsögumaðurinn 1. Hófst 5. sept.
Íslenskt nútímasamfélag. Hefst 28. sept.
Veðurfræði og næturhiminninn . Hefst 17. okt.
Íslandssaga. Hefst 24. okt.
Íslensk menning. Hefst 16. nóv.
Á vormisseri 2024
Lífríki Íslands. Hefst 9. jan.
Jarðfræði Íslands. Hefst 1. feb.
Ferðaþjónusta og áhrif ferðamennsku. Hefst 27. feb.
Leiðsögumaðurinn 2. Hefst 2. apríl
Áfangastaðurinn Ísland. Hefst 9. apríl
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.