Valmynd
Námið hefst í september 2023 og lýkur með útskrift í júní 2025.
Kennslustjóri námsins er Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir, yfirsálfræðingur á KMS og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Að náminu koma færustu sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar, bæði erlendir og innlendir.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Námið er haldið í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð
Námið samsvarar 64 ECTS einingum.
Tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð fyrir sálfræðinga og geðlækna. Í náminu er megináhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Leitast er við að gera nemendur hæfa til að beita hugrænni atferlismeðferð í starfi.
Námið miðar að því að nemendur:
Fái fræðilega yfirsýn yfir grunnatriði kenninga um hugræna atferlismeðferð, hugtakanotkun og aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar.
Dýpki þekkingu sína á kortlagningu út frá hugrænum líkönum og öðlist færni að nýta slíka
kortlagningu í meðferð mismunandi hópa og vandkvæða.
Öðlist færni í að beita hugrænni atferlismeðferð á flestum þeim sviðum sem rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð kemur að góðum notum.
Fyrstu vinnustofur námsins miða að því að kenna góðan grunn í hugrænni atferlismeðferð og lögð verður áhersla á meðferð algengustu geðraskana og svefnvanda. Námið verður svo smám saman sérhæfðara og áhersla á fleiri geðraskanir eins og þráhyggju og árátturöskun, áfallastreituröskun, geðhvörf og geðrof.
Handleiðsla dreifist yfir námstímann og er veitt af sálfræðingum sem eru sérfræðingar í klínískri sálfræði.
Kennt er í tveggja daga vinnustofum, föstudaga og laugardaga kl. 9:00 - 16.00, u.þ.b. einu sinni í mánuði. Að auki verður kennt einn fimmtudag. Nánari upplýsingar um kennsludaga er að finna í dagskrá (PDF).
Námsmat byggist á þátttöku í vinnustofum, skrifum á meðferðarskýrslum, greinargerðum og dagbók og verklegri þjálfun í hóp- og einstaklingshandleiðslu. Krafist er 80% mætingar í vinnustofur á hverju misseri, 90% mætingar í hóphandleiðslu og 100% mætingar í einstaklingshandleiðslu. Handleiðslan er veitt í þriggja og tveggja manna hópum ásamt einstaklingshandleiðslu.
Nemendur skila fjórum meðferðarskýrslum og fjórum greinargerðum um meðferð á a.m.k. þremur tegundum mála.
Nemendur halda dagbók um þá tíma sem unnir eru í tengslum við námið.
Nemendur skila inn spurningum/punktum úr lesnum greinum.
Nemendur skila inn upptökum af viðtölum til handleiðara í hóp- og einstaklingshandleiðslu og standist viðmið á viðurkenndum handleiðslukvarða (ACCS).
Áslaug Björt Guðmundardóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Brynjar Halldórsson, PhD, dósent við HR, sérfræðingur í klínískri sálfræði við LSH, Honorary Researcher við University of Oxford
Erla Björg Birgisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og sálfræðingur á LSH.
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri hjá Endurmenntun HÍ.
Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur á Sálstofunni.
Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir, yfirsálfræðingur á KMS, sérfræðingur í klínískri sálfræði og kennslustjóri náms í hugrænni atferlismeðferð.
Sjöfn Evertsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og formaður HAM félagsins.
Inntökuskilyrði í námið eru:
Löggilt starfsleyfi á Íslandi sem sálfræðingur eða geðlæknir.
Með umsókn þarf að fylgja:
Sálfræðileyfi eða lækningaleyfi frá Embætti Landlæknis og prófskírteini.
Ferilskrá (CV) er inniheldur náms- og starfsferil, upplýsingar um starfssvið umsækjanda og núverandi hlutfall meðferðarvinnu í starfi, sem og aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina.
Umsóknir eru metnar af fagráði.
Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.