

Valmynd
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Endurmenntun HÍ hafa gert samning þar sem aðildarfólki býðst að sækja starfstengd námskeið hjá Endurmenntun HÍ með 85% afslætti. Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi.
Þátttaka á þessum námskeiðum kemur ekki til frádráttar á styrkupphæð einstaklinga. Félagsfólk Fíh getur sótt um til Starfsþróunarseturs Fíh (StFíh) endurgreiðslu fyrir þeim 15% námskeiðsgjaldsins sem það greiðir sjálft vegna námskeiða hjá Endurmenntun HÍ.
Upplýsingar um afsláttarkóða sem nota skal við skráningu sækir þú inn á „Mínar síður“ á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Allar nánari upplýsingar fyrir félagsfólk FÍH má finna á meðfylgjandi slóð: Námskeið fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga