Facebook Pixel

Námskeið fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Efnis mynd

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Endurmenntun HÍ hafa gert samning þar sem aðildarfólki býðst að sækja eftirfarandi námskeið hjá Endurmenntun HÍ með 85% afslætti. Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi. Þátttaka á þessum námskeiðum kemur ekki til frádráttar á styrkupphæð einstaklinga. Félagsfólk Fíh getur sótt um til Starfsþróunarseturs Fíh (StFíh) endurgreiðslu fyrir þeim 15% námskeiðsgjaldsins sem það greiðir sjálft vegna námskeiða hjá Endurmenntun HÍ.

Upplýsingar um afsláttarkóða sem nota skal við skráningu sækir þú inn á „Mínar síður“ á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Afsláttarkóðinn gildir aðeins á þau námskeið sem birt eru hér fyrir neðan. Öðrum en félagsfólki Fíh er með öllu óheimilt að nota afsláttarkóðann. Ef afsláttarkóðinn er notaður af einstaklingi sem ekki er félagi verður námskeiðsgjald innheimt með greiðsluseðli á viðkomandi einstakling.

Athugið að nýjum námskeiðstímum er reglulega bætt við, svo endilega fylgist vel með þessari síðu.

Hagnýtar gervigreindarlausnir
- Staðnámskeið 20. & 21. janúar (13:00 - 16:30)
- Staðnámskeið 4. & 5. febrúar (13:00 - 16:30)

Hagnýtar gervigreindarlausnir - framhaldsnámskeið
- Staðnámskeið 29. janúar (8:30 - 12:00)
- Staðnámskeið 10. febrúar (13:00 - 16:30)

Hagnýt réttarlæknisfræði fyrir fagfólk
- Staðnámskeið 29. janúar (12:00 - 17:00) & 30. janúar (8:30 - 16:00)

Hugræn endurhæfing - námskeið fyrir fagaðila
- Fjarnámskeið 24. febrúar (9:00 - 17:00)

Að huga að öðrum án þess að tapa sjálfum sér
- Staðnámskeið 3., 5. & 10. mars (17:00 - 20:00)

Fjöláfalla- og tengslavandi hjá börnum
- Staðnámskeið 12. mars (9:00 - 16:00)

Tilfinningavandi og DAM-nálgun - fyrir fagaðila
- Staðnámskeið 16. mars (12:00 - 16:00) & 17. mars (8:30 - 13:30)

Offitumeðferð - einstaklingurinn í forgrunni
- Staðnámskeið 16. mars (13:00 - 16:00)

Nærvera – að hlúa að sjálfum sér og öðrum
- Fjarnámskeið 15. apríl (8:30 - 12:30)

FYRIR STJÓRNENDUR

Árangursríkari starfsmannasamtöl
- Staðnámskeið 21. janúar (8:30 - 12:00)
- Fjarnámskeið 24. mars (8:30 - 12:00)

Mannauðsstjórnun fyrir nýja stjórnendur
- Staðnámskeið 16. febrúar (12:30 - 16:30) & 17. febrúar (9:00 - 10:00)
- Staðnámskeið 23. febrúar (12:30 - 16:30) & 24. febrúar (9:00 - 13:00).

Jákvæð vinnustaðamenning skiptir máli!
- Staðnámskeið 11. febrúar (9:00 - 12:30)
- Staðnámskeið 25. febrúar (9:00 - 12:30)

Viðbrögð stjórnenda við tilkynningu um EKKO á vinnustað
- Staðnámskeið 4. mars (8:30 - 12:30)

Framúrskarandi teymi
- Staðnámskeið 4. mars (13:00 - 16:00)

Skráning

Nýr notandi þarf að setja inn netfang, smella á Halda áfram og búa sér svo til lykilorð.
Notandi sem þegar er til í kerfinu smellir á Fara í innskráningu.

Athugið að við skráningu þarf þátttakandi að setja sína eigin kennitölu í reitinn Kennitala greiðanda.  Afsláttarkóðinn veitir 85% afslátt af námskeiðsgjaldi og er settur inn í síðasta skrefi skráningarferlisins (Greiðsla og staðfesting).

Setja á afsláttarkóðann í reitinn Afsláttarkóði.

Staðfesting á skráningu berst með tölvupósti til þátttakenda.

AFSKRÁNING

Afskráning skal berast til Endurmenntunar í tölvupósti.

BREYTING Á NÁMSKEIÐI
Endurmenntun HÍ áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum ef óviðráðanlegar aðstæður koma upp.