Facebook Pixel
Staðnámskeið

Sáttamiðlun fyrir stjórnendur

Gefðu gjafabréf hjá Endurmenntun HÍ: Upplifun sem gleður og eflir þann sem þiggur!

Mið. 25. mars kl. 12:30 - 16:30

4 klst.

Lilja Bjarnadóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 38.900 kr.
Snemmskráning til og með 15. mars. Almennt verð er 42.800 kr.
Námskeið

Markmið námskeiðsins er að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa áreinings- og deilumál.

Farið verður yfir hugmyndafræði sáttamiðlunar og hvernig stjórnendur geta nýtt sér sáttamiðlun sem verkfæri til að grípa fyrr inn í þau vandamál sem upp koma og þannig jafnvel komið í veg fyrir stærri ágreiningsmál. Þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á stuttri æfingu til að auka færni sína og dýpka þá þekkingu sem farið er yfir á námskeiðinu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Undirstöðuatriði sáttamiðlunar og hugmyndafræði hennar. 
  • Hvenær hentar að nýta sáttamiðlun – og hvenær ekki.
  • Hlutverk og helstu verkfæri sáttamiðlara.

Ávinningur þinn

  • Betri skilningur á sáttamiðlun sem verkfæri við lausn deilumála á vinnustað.
  • Aukin færni í að stíga inn í ágreiningsmál. 
  • Bætt hæfni í að halda hlutleysi og skapa öruggt samtalsrými.
  • Aukin hæfni til að styðja við lausnamiðaða nálgun og finna sameiginlegar niðurstöður.

Fyrir hverja

Námskeiðið er hugsað fyrir stjórnendur og aðra sem vilja getað notað sáttamiðlun með beinum eða óbeinum hætti í sínu starfi. Engar forkröfur eru gerðar til að sækja námskeiðið. 

Nánar um kennara

Lilja Bjarnadóttir, LL.M. sáttamiðlari og lögfræðingur og stofnandi Sáttaleiðarinnar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sáttamiðlun fyrir stjórnendur

Verð
38900