null
Fréttir

Ljósmyndaveisla leiðsögunema

Leiðsögunám er meðal þeirra námsbrauta sem Endurmenntun HÍ hefur boðið upp á undanfarin 16 ár, enda sígild og sívinsæl. Á vorin fara nemendur námsins í útskriftarferð hringveginn um Ísland undir öruggri leiðsögn Guðmundar Björnssonar, leiðsögumanns og aðjunkts í ferðamálafræði við HÍ, sem hefur yfirumsjón með náminu.

Markaðsdeild EHÍ, í samráði við verkefnastjóra námsins, efndi til ljósmyndasamkeppni meðal ferðalanganna eins og í fyrra. Það gekk alveg glimrandi vel og fjölda fallegra mynda var deilt á sameiginlegri Facebook síðu hópsins í ferðinni. Myndirnar áttu ýmist að lýsa náminu, stemningunni eða náttúrufegurðinni.

Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Hlutskarpastur var Erlendur Geirdal, í öðru sæti var Bjarni Meyer Einarsson og Arnbjörn Kristjánsson í þriðja. Dómnefndin, sem skipuð var hluta af starfsfólki Endurmenntunar HÍ, átti í töluvert erfitt með valið, því myndirnar voru svo margar góðar. Þátttakendum er þakkað innilega fyrir að vera með. Rétt er að taka fram að myndir sem kennarinn Guðmundur tók voru eðlilega ekki með í keppninni, þótt þær séu meðal þeirra sem eru í þessari frétt.

Hér fyrir neðan eru vinningshafarnir í réttri röð og myndirnar þeirra.

Erlendur Geirdal með verðlaunin sín. Myndin hans er á forsíðu fréttarinnar.

Bjarni Meyer Einarsson með sín verðlaun. Myndin hans er fyrir ofan myndina af honum.

Arnbjörn Kristjánsson með sín verðlaun. Myndin hans er fyrir ofan myndina af honum.

Hér fyrir neðan má svo sjá allar þær myndir sem komu einnig til greina, hver önnur fegurri og skemmtilegri. Frábær hópur sem er að ljúka leiðsögunámi og útskrifast við hátíðalega athöfn í Háskólabíó 14. júní.








Allar nánari upplýsingar um leiðsögunámið má finna hér.

Verð