Leiðsögunám

- áfangastaðurinn Ísland
Verð 850.000 kr.

Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar

Námið hefst 3. sept. 2024 og lýkur með útskrift í júní 2025.

Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Örfá sæti laus. Sumarlokun Endurmenntunar er frá 8. júlí til og með 5. ágúst. Umsóknir verða afgreiddar eftir þann tíma.

Markmið

Markmið námsins er að uppfylla kröfur Evrópustaðalsins ÍST EN 15565:2008 og útskrifa leiðsögumenn sem eru tilbúnir að takast á við áskoranir sem fylgja starfinu og hafa færni og þekkingu til að veita ferðamönnum örugga, fræðandi og skemmtilega upplifun af Íslandi. Það að leggja áherslu á gæði og fagmennsku í leiðsögunámi stuðlar að bættri ímynd Íslands sem áfangastaðar og tryggir að gestir landsins fái sem besta þjónustu.
Nánari útlistun á lokaviðmiðum námsins er að finna í námsvísi.

Kennslufyrirkomulag

Námið í heild er hægt að taka á tveimur misserum. Þeir sem vilja geta tekið það á lengri tíma. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með rafrænni könnun og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Námið er bæði hægt að sækja í staðnámi og/eða fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur eftir að kennslustund lýkur.
Kennt er alla jafna á þri. og fim. kl. 17:00 - 19:55.

Námsmat

Námsmat byggir á stuttum rafrænum könnunum, pistlum og verkefnum.
Þeir sem vilja útskrifast með staðfesta færni á erlendu tungumáli, þreyta munnlegt inntökupróf sem staðfestir lágmarksfærni á viðkomandi tungumáli og í framhaldinu þrjú munnleg próf á námstímanum. Færni er metin í samstarfi við Tungumálamiðstöð HÍ og stuðst er við Evrópska tungumálarammann (CEFR). Færniviðmið er á bilinu B2-C1 við lokamat. Greiða þarf 14.000 kr. aukalega fyrir hvert þreytt próf.

Fjarnám

Námið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fyrir hverja

Námið hentar öllum þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Einnig getur námið verið kjörið fyrir þá sem vilja kynnast betur landi og þjóð og því er í boði að sækja stök námskeið eða námið að hluta án námsmats.

Umsókn

Ef umsækjandi hyggst þreyta munnleg próf í erlendu tungumáli er viðkomandi beðinn um að skrá tungumál í athugasemdir umsóknar. Ef umsækjandi hefur nú þegar staðfesta færni á bilinu B2-C1 skv. Evrópska tungumálarammanum er viðkomandi beðinn um að láta þá staðfestingu fylgja umsókninni. Gjald fyrir stöðumat á erlendu tungumáli skv. evrópska tungumálarammanum er ekki innifalið í námsgjöldum.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið og kennara má finna í námsvísi (pdf).

Hægt verður að sækja stök námskeið sem tilheyra leiðsögunáminu, slóðir á þau verða birtar í byrjun haustannar 2024.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leiðsögunám

Verð
850000