Leiðsögunám

- áfangastaðurinn Ísland
Umsóknarfrestur til og með 15. maí 2024 Verð 850.000 kr.

Námið hefst 3. sept. 2024 og lýkur með útskrift í júní 2025.

Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

ATH! Rafrænn kynningarfundur um námið verður haldinn 2. maí. Skráning fer fram hér:
Kynningarfundur 2. maí

Markmið

Markmið námsins er að uppfylla kröfur Evrópustaðalsins ÍST EN 15565:2008 og útskrifa leiðsögumenn sem eru tilbúnir að takast á við áskoranir sem fylgja starfinu og hafa færni og þekkingu til að veita ferðamönnum örugga, fræðandi og skemmtilega upplifun af Íslandi. Það að leggja áherslu á gæði og fagmennsku í leiðsögunámi stuðlar að bættri ímynd Íslands sem áfangastaðar og tryggir að gestir landsins fái sem besta þjónustu.
Nánari útlistun á lokaviðmiðum námsins er að finna í námsvísi.

Kennslufyrirkomulag

Námið í heild er hægt að taka á tveimur misserum. Þeir sem vilja geta tekið það á lengri tíma. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með rafrænni könnun og/eða verkefni áður en sú næsta hefst. Námið er bæði hægt að sækja í staðnámi og/eða fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur eftir að kennslustund lýkur.
Kennt er alla jafna á þri. og fim. kl. 17:00 - 19:55.

Námsmat

Námsmat byggir á stuttum rafrænum könnunum, pistlum og verkefnum.
Þeir sem vilja útskrifast með staðfesta færni á erlendu tungumáli, þreyta munnlegt inntökupróf sem staðfestir lágmarksfærni á viðkomandi tungumáli og í framhaldinu þrjú munnleg próf á námstímanum. Færni er metin í samstarfi við Tungumálamiðstöð HÍ og stuðst er við Evrópska tungumálarammann (CEFR). Færniviðmið er á bilinu B2-C1 við lokamat. Greiða þarf 14.000 kr. aukalega fyrir hvert þreytt próf.

Fjarnám

Námið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fyrir hverja

Námið hentar öllum þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Einnig getur námið verið kjörið fyrir þá sem vilja kynnast betur landi og þjóð og því er í boði að sækja stök námskeið eða námið að hluta án námsmats.

Umsókn

Ef umsækjandi hyggst þreyta munnleg próf í erlendu tungumáli er viðkomandi beðinn um að skrá tungumál í athugasemdir umsóknar. Ef umsækjandi hefur nú þegar staðfesta færni á bilinu B2-C1 skv. Evrópska tungumálarammanum er viðkomandi beðinn um að láta þá staðfestingu fylgja umsókninni. Gjald fyrir stöðumat á erlendu tungumáli skv. evrópska tungumálarammanum er ekki innifalið í námsgjöldum.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið og kennara má finna í námsvísi (pdf).

Hægt er að sækja stök námskeið sem tilheyra leiðsögunáminu:

Leiðsögumaðurinn 2. Hefst 2. apríl
Áfangastaðurinn Ísland. Hefst 9. apríl

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leiðsögunám

Verð
850000