null
Fréttir

Leikhúsupplifun á hærra plani

Það er fátt sem lífgar betur upp á skammdegið en góð leikhússýning og hjá mörgum er ferð í leikhús ómissandi hluti af vetrartímanum. Endurmenntun HÍ hefur lengi átt í farsælu samstarfi við stóru leikhúsin í Reykjavík þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að lyfta leikhúsupplifuninni á hærra plan. Þátttakendur fá að skyggnast á bak við tjöldin til að fylgjasat með uppsetningum á verkum leikhúsanna með leikstjórum, leikgerðarhöfundum og leikurum ýmissa sýninga. Í desember verður á dagskrá námskeiðið Macbeth í Borgarleikhúsinu en þar mun Illugi Jökulsson fræða þátttakendur um Macbeth og Shakespeare og fara í heimsókn á æfingu í Borgarleikhúsinu. Námskeiðið endar svo á forsýningunni 12. jan en miði á sýninguna er innifalinn í verði. 3. janúar hefst svo námskeiðið Hvað sem þið viljið - leiksýning í Þjóðleikhúsinu með Karli Ágústi Úlfssyni, leikgerðahöfundi og Ágústu Skúladóttur, leikstjóra en leiksýningin byggir á verkinu As you like it sem er einnig eftir Shakespeare. Þeir sem vilja skipuleggja sig enn lengra fram í tímann geta kynnt sér námskeiðið Draumaþjófurinn - fjölskyldusýning í Þjóðleikhúsinu sem hefst 19. mars. Gunnar Helgason, höfundur Draumaþjófsins, Björk Jakobsdóttir, leikgerðahöfundur og Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahöfundur, hafa umsjón með námskeiðinu sem er ætlað bæði börnum og fullorðnum.

Verð