Valmynd
Senn líður að jólum og margir farnir að huga að jólagjöfum ársins. Á heimasíðunni okkar eru sífellt að bætast inn spennandi námskeið á vormisseri sem eru tilvalin gjöf fyrir fróðleiksfúsa ástvini, starfsmannahópa og mörg fleiri.
Gjafabréf Endurmenntunar er góð gjöf sem opnar dyr að spennandi heimi fræðslu og fróðleiks og er þar að auki vistvænn kostur sem skilur eftir sig dýrmæta þekkingu. Í boði er að velja ákveðið námskeið eða upphæð að eigin vali. Gjafabéfið rennur ekki út og því er nægur tími fyrir handhafa að finna rétta námskeiðið.
Hér að neðan höfum við tekið saman hugmyndir að skemmtilegum námskeiðum sem eru líkleg til að vekja lukku þessi jólin.
Pantaðu þitt gjafabréf HÉR.
Byrjaðu í golfi - fyrir byrjendur og lengra komna hefst 8. janúar og er kennt í þremur hlutum til og með 11. janúar.
Íslensk myndlist í 150 ár (1870-2020) - málverk, skúlptúr, gjörningar og umhverfislist. Námskeið haldið í samstarfi við Listasafn Íslands. Hefst 17. janúar og verður í 10 skipti til 20. mars.
Spænska I. Námskeiðið er ætlað byrjendum í spænsku sem hafa engan grunn í tungumálinu.
Jóga Nidra. Hefst 27. febrúar.