Staðnámskeið

Þjóðleikhúsið á bak við tjöldin

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 12. janúar
Almennt verð 12.000 kr. 10.900 kr.

Mán. 22. jan. kl. 16:15 - 19:00

2.5 klst.

Pétur H. Ármannsson arkitekt, Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri og Ásdís Þórhallsdóttir, sviðsstjóri í Þjóðleikhúsinu.

Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19

Námskeið

Í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Skemmtilegt og fræðandi námskeið um Þjóðleikhúsið okkar allra, þar sem þátttakendur kynnast Þjóðleikhúsbyggingunni í sögulegu samhengi, fara í skoðunarferð um bygginguna, öðlast innsýn í vinnuna baksviðs og kynnast því hvernig leikhúsgaldurinn verður til.

Pétur H. Ármannsson, höfundur nýlegrar bókar um Guðjón Samúelsson húsameistara og arkitekt Þjóðleikhússins, fræðir þátttakendur um bygginguna og sögu hennar. Ásdís Þórhallsdóttir, sviðsstjóri á Stóra sviði Þjóðleikhússins, veitir innsýn í vinnuna baksviðs í leikhúsinu og Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri segir frá starfseminni í húsinu og hvernig leiksýningar verða til.

Á námskeiðinu er fjallað um

Þjóðleikhúsbygginguna í sögulegu samhengi.
Starfsemi Þjóðleikhússins.
Undirbúning leiksýninga og vinnuna baksviðs.

Ávinningur þinn

Betri þekking á Þjóðleikhúsinu.
Innsýn í vinnuna í leikhúsinu.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á leikhúsi og íslenskri byggingarlist.

Nánar um kennara

Magnús Geir Þórðarson er þjóðleikhússtjóri. Hann hefur leikstýrt fjölda leiksýninga, var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leikhússtjóri Borgarleikhússins og útvarpsstjóri RÚV.
Pétur H. Ármannsson starfar sem arkitekt og sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er höfundur bókarinnar Guðjón Samúelsson húsameistari sem kom út árið 2020, var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut viðurkenningu Hagþenkis.
Ásdís Þórhallsdóttir er sviðsstjóri í Þjóðleikhúsinu. Hún er leikstjóri að mennt og hefur unnið við fjölda leiksýninga, auk þess sem hún var um nokkurra ára skeið sérfræðingur sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Þjóðleikhúsið á bak við tjöldin

Verð
12000

<span class="fm-plan">Skemmtilegt og fr&aelig;&eth;andi n&aacute;mskei&eth; um &THORN;j&oacute;&eth;leikh&uacute;si&eth; okkar allra, &thorn;ar sem &thorn;&aacute;tttakendur kynnast &THORN;j&oacute;&eth;leikh&uacute;sbyggingunni &iacute; s&ouml;gulegu samhengi, fara &iacute; sko&eth;unarfer&eth; um bygginguna, &ouml;&eth;last inns&yacute;n &iacute; vinnuna baksvi&eth;s og kynnast &thorn;v&iacute; hvernig leikh&uacute;sgaldurinn ver&eth;ur til.</span>