Fjarnámskeið

Að ferðast ein um heiminn

- frelsi, ævintýri og áskoranir
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 5. febrúar
Almennt verð 23.000 kr. 20.900 kr.

Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar

Fim. 15. feb. kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Guðrún Ólafsdóttir, reyndur ferðalangur með meiru

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Að ferðast ein eða einn er stórkostlegur ferðamáti. Það felur í sér mikið frelsi en á sama tíma nokkrar áskoranir. Á þessu námskeiði verður fjallað um hvað ber að hafa sérstaklega í huga þegar við erum ein á ferð úti í hinum stóra heimi og hvers konar ævintýri bíða þeirra sem þora.

Að ferðast ein eða einn er allt öðruvísi en að vera með öðrum á ferð. Við höfum frelsi til að gera það sem hugurinn vill hverju sinni án þess að hafa áhyggjur af öðrum. Við þurfum ekki að bíða eftir því að finna ferðafélaga, við þurfum ekki að laga okkur að áhuga og óskum annara varðandi áfangastað, gististað, mataröflun og tímasetningar. Við förum þegar okkur langar til og við gerum það sem við viljum gera og það er frábært! Ævintýrin bíða okkar handan við hornið og við skoðum hvað þarf að hafa sérstaklega í huga þegar við erum ein á ferð.

Á námskeiðinu er fjallað um

Öryggi á ferðalögum.
Margvíslega fararmáta; skip, lestir, flug, hjól o.fl.
Ferðalög erlendis, ferðalög innanlands.
Gistimöguleika.
Ævintýraþrá.
Einveru, njóta án annarra.

Ávinningur þinn

Aukinn skilningur á að þú getur ferðast án ferðafélaga.
Öðlast hugrekki til að fara í ferðalag.
Færð praktísk öryggisráð.
Betri upplifun þess að vera ein/einn.
Færð innblástur að næsta ferðalagi.
Lærir að skipuleggja sjálf/ur ferðalag.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um að ferðast einir og fyrir þá sem hafa látið hjá liggja að fara í ferðalög vegna skorts á ferðafélaga. Námskeiðið veitir hvatningu og innblástur til að leggja af stað einir á vit ævintýranna.

Nánar um kennara

Guðrún Ólafsdóttir er með ævintýraþrá á háu stigi, hefur búið víða erlendis og ferðast síðan 1986 og er algjörlega óstöðvandi þegar kemur að ferðalögum. Afríka, Evrópa, Suður Ameríka, Mið Ameríka, Norður Ameríka, elsku fallega Ísland, frábærar minningar og ævintýri sem búa alltaf í hjartanu. Næst eru það lönd Asíu og kannski Evrópa. Hún er oft ein á ferð og nýtur frelsisins sem það býður upp á. Hún hefur marga fjöruna sopið og lent í ýmsu en allt endað vel.

Aðrar upplýsingar

Bent verður á fróðlegt og gagnlegt efni á netinu, bæði til að fá innblástur og einnig til að skipuleggja framtíðarævintýri. Gott að hafa með sér penna og blað til að taka niður punkta því það verður ausið úr stórum og krassandi reynslubrunni.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Að ferðast ein um heiminn

Verð
23000

<span class="fm-plan">A&eth; fer&eth;ast ein e&eth;a einn er st&oacute;rkostlegur fer&eth;am&aacute;ti. &THORN;a&eth; felur &iacute; s&eacute;r miki&eth; frelsi en &aacute; sama t&iacute;ma nokkrar &aacute;skoranir. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fjalla&eth; um hva&eth; ber a&eth; hafa s&eacute;rstaklega &iacute; huga &thorn;egar vi&eth; erum ein &aacute; fer&eth; &uacute;ti &iacute; hinum st&oacute;ra heimi og hvers konar &aelig;vint&yacute;ri b&iacute;&eth;a &thorn;eirra sem &thorn;ora.</span>