null
Fréttir

Jákvæð sálfræði vinsæl frá upphafi

Hópur áhugasamra mætti á vel heppnaðan kynningarfund fyrir nám í jákvæðri sálfræði sem fram fór í vikunni. Rósa Björk Sigurðardóttir, verkefnastjóri námsins fór yfir praktíska liði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og kennslustjóri kynnti námið. Þá tóku tveir gestafyrirlesarar til máls, en það eru fyrrum nemendur í náminu sem hafa nýtt það í þróun verkefna í lífi og starfi. Það voru Bjarni Fritzson rithöfundur og fyrirlesari og Inga Berg Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.

Frá því að jákvæð sálfræði var fyrst kennd hjá Endurmenntun HÍ hefur hún notið mikilla vinsælda og almenn ánægja með námið og efnistök. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi og allar upplýsingar um það eru hér.

null

null

Verð