null
Fréttir

Candace Bertotti hjá Endurmenntun í haust

Í haust gefst einstakt tækifæri til að sækja námskeið hjá Endurmenntun með Candace Bertotti. Candace er þekktur fyrirlesari, kennari og ráðgjafi frá Bandaríkjunum sem er sérhæfð í grípandi, gagnvirkum og hvetjandi samskiptum. Á námskeiðum sínum hjá Endurmenntun fer Candace yfir þessi mál frá ýmsum hliðum og fjallar m.a. um:

·         Árangursríkar leiðir til að taka rafræn ráðningarviðtöl

·         Árangursríkar leiðir til að halda einbeitingu í erli nútímans

·         Hvernig á að segja frá sjálfum sér þannig að það veki áhuga

·         Hvernig á að tækla erfið samtöl

·         Hvernig á að hafa áhrif með kynningum sínum

 

Candace hefur um árabil kennt við skóla eins og Harvard Kennedy School, Georgetown Law School og University of Maryland. Auk þess rekur hún fyrirtækið Candid Communications og hefur hún meðal annars unnið fyrir Google, Penn State University, Honda, Toyota Financial Services, Johnson & Johnson og New York City Judges.

Námskeiðin sem Candace kennir hjá Endurmenntun HÍ eru eftirfarandi:

Get focused (endurmenntun.is)

Best Practices for Hiring (endurmenntun.is)

Storytelling and Developing Your Personal Narrative (endurmenntun.is)

Approaching Challenging Conversations (endurmenntun.is)

Exploring on the Art of Being Concise and the Science of Visual Design (endurmenntun.is)

Við hvetjum öll áhugasöm um að kynna sér námskeiðin og hafa í huga snemmskráningarfresti og möguleika á styrkjum eða afsláttum.

Verð