

Valmynd
Ráðstefnan „Credential Innovation in Higher Education“ var haldin dagana 29. september til 1. október 2025 í Washington D.C. á vegum samtakanna UPCEA og AACRAO.
Endurmenntun HÍ er meðlimur UPCEA (The Online and Professional Education Association), sem eru leiðandi alþjóðleg samtök sem styðja háskóla og aðrar menntastofnanir í nýsköpun og framþróun á sviði endurmenntunar.
Tveir starfsmenn Endurmenntunar, Íris Dröfn Magnúsdóttir og Elva Björg Arnarsdóttir fengu boð frá Drieam um að halda klukkutíma fyrirlestur á ráðstefnu í Washington D.C. um innleiðingu Eduframe. Drieam er hollenskt fyrirtæki sem þróar og rekur skráninga- og upplýsingakerfið Eduframe sem Endurmenntun innleiddi í ágúst 2024.
Fyrirlestur Írisar og Elvu fór fram þriðjudaginn 30. september undir yfirskriftinni
“From Vision to Reality: Transforming Continuing Education at the University of Iceland.”
Fyrirlesturinn fjallaði um starfsemi Endurmenntunar HÍ og reynslu Írisar og Elvu af því að innleiða Eduframe á þremur mánuðum og um leið nútímavæða starfsemina og bæta þjónustu við nemendur og samstarfsaðila. Fyrirlesturinn var vel sóttur og góðar og skemmtilegar umræður áttu sér stað í lokin.
Við hjá Endurmenntun Háskóla Íslands erum ákaflega stolt af þeim Írisi og Elvu fyrir að hafa leitt þetta yfirgripsmikla verkefni þar sem þær tryggðu að allt starfsfólk Endurmenntunar væri hluti af verkefninu.
Hér er hægt að lesa frétt um fyrirlesturinn á heimasíðu Drieam.