Facebook Pixel
Efnis mynd
Fréttir

Ástríður nýr verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ

Ástríður Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Ástríður er með M.A. gráðu í Alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún kemur til okkar frá Igloo þar sem hún gegndi stöðu skrifstofustjóra og hefur víðtæka reynslu sem verkefnastjóri. T.a.m. starfaði Ástríður í áratug fyrir Arctic Circle þar sem hún stýrði fjölbreyttum verkefnum á sviði fræðslu og umræðu um málefni Norðurslóða og þar áður starfaði hún í utanríkisráðuneytinu.
Við bjóðum Ástríði hjartanlega velkomna til starfa!

Verð