null
Fréttir

Hádegisviðburður Veldhoen + Company

Fimmtudaginn 20. október var á dagskrá áhugaverður viðburður hjá Endurmenntun þar sem Marco van Gelder frá Veldhoen + Company kynnti hugmyndafræði verkefnamiðaðra vinnurýma eða activity based working. Erik Veldhoen, einn stofnanda fyrirtækisins, kom fyrstur fram með þetta hugtak á tíunda áratugnum og hefur fyrirtækið síðan sinnt ráðgjafahlutverki tengdu verkefnamiðuðum vinnurýmum víðs vegar um heiminn allar götur síðan. Marco útskýrði mismunandi leiðir til að stilla upp verkefnamiðuðum vinnurýmum á vinnustöðum og hrakti þann misskilning að hugmyndafræðin mælti aðallega fyrir opnum skrifstofurýmum. Opin rými hafa verið allsráðandi síðustu ár en þau taka ekki endilega mið af þörfum starfsfólks, eðli starfsins og verkefnanna sem sem unnin eru á hverjum stað. Það er því mikilvægt að vinna ítarlega þarfagreiningu áður en ráðist er í breytingar á vinnustaðnum og ekki síður mikilvægt er að hafa gott upplýsingaflæði til starfsfólks um ferlið og breytingarnar sem eru í vændum. Það er því að mörgu að huga þegar kemur að breytingu á umhverfi vinnustaðarins og náði Marco aðeins að snerta á yfirborði hugmyndafræðinnar í fyrirlestrinum. Eftir áramót verður á dagskrá heils dags námskeið um verkefnamiðuð vinnurými þar sem Tim de Vos, ráðgjafi hjá Veldhoen +, fer nánar í allar hliðar málsins og gefur stjórnendum verkfæri til að hefja breytingar á sínum vinnustöðum. Hægt er að skrá sig á námskeiðið HÉR.    

Verð