null
Fréttir

U-beygjan - þegar hjartað ræður för

Félag háskólakvenna í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands standa að hádegisfundi undir yfirskriftinni "U-beygjan - þegar hjartað ræður för"

Hvað verður til þess að einstaklingar venda kvæði sínu í kross og skipta um "kúrs" á miðri starfsævi?

Er einhvern tíma of seint að láta drauma sína rætast?

Þrjár konur segja okkur sögu sína og hvað varð til þess að þær tóku "u-beygju" frá traustu og vel launuðu starfsumhverfi og létu vaða.

 • Framfarir eða stöðnun?
  Árelía Eydís Guðmundsdóttir
  Formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

 • Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
  Eva Skarpaas
  Meistaranemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík

 • Blokk, kokkur og hús: Að gera eitthvað skemmtilegt
  Eygló Harðardóttir
  Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra, matreiðslumaður og húsbyggjandi

 • Fundarstjóri: Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri BravoEarth
 • Staður: Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík
 • Stund: 2. febrúar, kl: 11:30 - 13:00
 • Skráning: felaghaskolakvenna@gmail.com

Verð