null
Fréttir

Spennandi nýjungar á dagskrá

Í haust verða á dagskrá spennandi nýjungar í tengslum við Leiðsögunámið okkar en núna býðst einstaklingum að taka þátt í stökum námskeiðum Leiðsögunámsins óháð fyrri menntun og án þess að fá námskeiðin metin til eininga. Námskeiðin eru fimm talsins: Leiðsögumaðurinn 1, Íslenskt nútímasamfélag, Veðurfræði og næturhimininn, Íslandssaga og Íslensk menning. Þessi námskeið eru kjörin fyrir þau sem vilja kynnast betur landi og þjóð og geta þátttakendur svo óskað eftir að þreyta námsmat á meðan á námskeiðunum stendur ef þeir vilja. Námsmatið byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum og gildir þá sem hluti af Leiðsögunáminu. Öll námskeiðin er hægt að sækja í stað- og/eða fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur eftir að kennslustund lýkur. Það er ánægjulegt að geta boðið stærri hópum upp á námskeiðin en kennarar í Leiðsögunáminu eru í sérflokki þegar kemur að þekkingu á viðfangsefnunum og má búast við að þessi valkostur muni vekja mikla lukku hjá þátttakendum.

Verð