null
Fréttir

Morgunverðarfundur í boði Endurmenntunar

Verið hjartanlega velkomin á morgunverðarfund í boði Endurmenntunar HÍ, miðvikudaginn 1. nóvember, á Dunhaga 7.

Þar verður fjallað um stöðu símenntunar á Íslandi og hvaða þættir það eru sem ýta undir lærdóm og þróun. Hversu mikilvæg er símenntun í hröðu samkeppnisumhverfi samtímans?

Kynntar verða niðurstöður könnunar sem Gallup vann í samstarfi við Endurmenntun HÍ.

Aðgangur ókeypis.

Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til kl 10:00.


Sjá viðburð á Facebook

Endurmenntun, sjálfsmynd og framtíðin - Bergur Ebbi

Í framsögu sinni fjallar Bergur Ebbi um stöðu þekkingar í heimi tæknibreytinga og um hlutverk endurmenntun í því samhengi. Hefur endurmenntun fyrst og fremst hagnýtt gildi eða verður hún sífellt nauðsynlegri fyrir fólk framtíðar til að ná utan um hugsanir sínar og sjálfsmynd?

Þættir sem ýta undir þróun og vöxt - Tómas Bjarnason

Að læra og vaxa er grundvallarþörf og aldrei hefur verið mikilvægara fyrir fólk og fyrirtæki að þróast. En hver er staðan á Íslandi? Hefur fólk áhuga á að þróast og er fólk að þróast? Hvar liggur áhugi fólks? Og hvað ýtir undir lærdóm og þróun?

Pallborðsumræður kl. 9:40 verða svo í höndum Höllu Jónsdóttur, Tómasar Bjarnasonar, Adriönu Pétursdóttur og Gylfa Dalmanns.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Verð