null
Fréttir

Fjármálastjóri Endurmenntunar - Laust starf

Endurmenntun Háskóla Íslands leitar að metnaðarfullum fjármálastjóra sem vill vinna með Endurmenntun að því að skapa betra samfélag, efla þekkingu og hæfni, tengja fólk og skapa ný tækifæri. Endurmenntun Háskóla Íslands, EHÍ, er í fararbroddi í sí- og endurmenntun á Íslandi og tekur árlega á móti þúsundum nemenda á námskeið og í lengra nám. Fjármálastjóri heyrir beint undir forstöðumann Endurmenntunar og ber ábyrgð á fjármálum stofnunarinnar gagnvart forstöðumanni.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ábyrgð á daglegum fjármálarekstri t.d. innheimtu og greiðslu reikninga, innkaupum og samningamálum
 • Greiningar á fjármálum, rekstrarkostnaði, framlegð og öðrum tölulegum gögnum
 • Fjárhagsáætlun Endurmenntunar, gerð og eftirfylgni í samráði við forstöðumann
 • Upplýsingagjöf og þjónusta til viðskiptavina og samstarfsfólks/stjórnenda
 • Umsjón með þróun ferla og umbótaverkefnum sem snerta fjármál og bókhald

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf á framhaldsstigi sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála-/viðskiptafræði eða sambærilegu sviði
 • Reynsla af notkun bókhalds- og fjárhagsupplýsingakerfa ásamt reynslu af greiningu fjárhagsupplýsinga
 • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða innleiðingu breytinga er æskileg
 • Góð færni í notkun á helstu upplýsingatæknilausnum og áhugi á að tileinka sér nýjungar á því sviði
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
 • Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir þurfa að berast í gegnum Starfatorg að meðfylgjandi eftirfarandi gögnum:

 • Ferilskrá
 • Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
 • Staðfest afrit af prófskírteinum
 • Upplýsingar um 2-3 umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 22.01.2024

Nánari upplýsingar veitir

Halla Jónsdóttir, hallajonsdottir@hi.is

Sími: 5254444

Verð