null
Fréttir

Íslendingasagnanámskeið vorsins klárast

Síðasti tíminn á námskeiði Ármanns Jakobssonar um Flateyjarbók var þéttsetinn og ríkti mikil ánægja með námskeiðið á meðal þátttakenda. Á íslendingasögunámskeiðunum eru kaffipásurnar nánast jafn mikilvægar og kennslan en þar gefst þátttakendum tækifæri til að spjalla um daginn og veginn á meðan þeir gæða sér á kaffi og kleinum. Margir hafa komið ár eftir ár á þessi vinsælu námskeið og þannig hefur myndast ákveðið samfélag þátttakenda sem fylgist að í gegnum misserin.

Strax er komin mikil spenna fyrir námskeiði haustsins en þá ætlar bróðir Ármanns, Sverrir Jakobsson, að taka fyrir stórverkið Sturlungu og fara ítarlega í kringumstæðurnar sem urðu til þess að hún var skrifuð. Sverrir er prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands og er því sérstaklega vel að þessu verki kominn. Námskeiðið hefst 11. október en hægt verður að velja um þrjár dagsetningar:

Þriðjudagskvöld kl. 19:30 – 21:30

Miðvikudagsmorgnar kl. 10:00 – 12:00

Upptökur á föstudögum frá 14. okt.

Við búumst við mikilli skemmtun á námskeiði Sverris og hlökkum til að taka á móti nýjum sem og fastagestum á komandi misseri!

Verð