Valmynd
Námskeiðið hefst föstudaginn 14. október en þá fá þátttakendur fjarnámskeiðs senda upptöku með fyrsta fyrirlestri námskeiðsins. Upptökur verða svo sendar hvern föstudag til og með 2. desember (8x).
Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands
Fjarnámskeið, upptökur sendar til þátttakenda.
Fjarnámskeið er frábær valkostur fyrir alla þá sem vilja njóta námskeiðsins á þeim stað eða tíma sem hentar best.
Á námskeiðinu verður Sturlunga lesin og rætt verður um helstu átök sögunnar, persónur og leikendur. Fjallað verður um gildi Sturlungu sem heimildar um Sturlungaöld (1220-1264) sem er eitt af helstu átakaskeiðum Íslandssögunnar. Endalok hennar mörkuðu tímamót þar sem Ísland varð hluti af Noregi en einnig vegna þess að þá var ríkisvald innleitt í fyrsta sinn á Íslandi. Einstökum sögum um tímabilið var safnað saman í Sturlungu og má finna ýmis konar sjónarhorn í því riti sem verða tekin til nánari skoðunar í þessu námskeiði.
Á námskeiðinu verður einnig fjallað um pólitíska átakasögu 12. og 13. aldar sem sögur Sturlungu eru lykilheimildir um. Á þessum tíma voru miklar væringar á Íslandi og hörð samkeppni um völd. Valdabarátta höfðingja byggðist á klókindum, hörku og forsjálum ákvörðunum í hjónabandsmálum. Ástir og ættartengsl blönduðust inn í pólitíska refskák og blóðsúthellingar. Að lokum stóðu fáir eftir sem sigurvegarar við nýjar aðstæður. Sérstaklega verður litið á átök Sturlungaaldar og þá m.a. fjallað um hvernig sögur Sturlungu sýna þau í vissu sjónarhorni þar sem framgangur sumra einstaklinga og fjölskyldna er fegraður.
Ófrið Sturlungaaldar.
Sjónarhorn í mismunandi sögum innan Sturlungu.
Sögur Sturlungu sem dæmi um miðaldasagnaritun.
Handrit Sturlungu og uppruna textans.
Aukin þekking á Sturlungu sem sagnariti.
Aukinn skilningur á vinnubrögðum miðaldasagnaritara.
Aukin innsýn í stjórnmál og valdabaráttu Sturlungaaldar.
Aukinn skilningur á samspili stjórnmála og sagnaritunar á 13. öld.
Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um sögu og bókmenntir miðalda, ekki síst þeim sem hafa áður sótt námskeið Endurmenntunar. Það er tilvalið fyrir kennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla, leiðsögumenn og aðra sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-bold">Fjarnámskeið er frábær valkostur fyrir alla þá sem vilja njóta námskeiðsins á þeim stað eða tíma sem hentar best.</span><span style="font-weight: bold;" ><br/><br/></span><span class="fm-plan">Á námskeiðinu verður Sturlunga lesin og rætt verður um helstu átök sögunnar, persónur og leikendur. Fjallað verður um gildi Sturlungu sem heimildar um Sturlungaöld (1220-1264) sem er eitt af helstu átakaskeiðum Íslandssögunnar. Endalok hennar mörkuðu tímamót þar sem Ísland varð hluti af Noregi en einnig vegna þess að þá var ríkisvald innleitt í fyrsta sinn á Íslandi. Einstökum sögum um tímabilið var safnað saman í Sturlungu og má finna ýmis konar sjónarhorn í því riti sem verða tekin til nánari skoðunar í þessu námskeiði.<br/></span>