Staðnámskeið

Sturlunga saga

Verð 41.700 kr.
Í gangi

Mið. 12. okt. - 30. nóv. kl. 10:00 - 12:00 (8x)

16 klst.

Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Námskeið á miðvikudagsmorgnum kl. 10:00 - 12:00

Á námskeiðinu verður Sturlunga lesin og rætt verður um helstu átök sögunnar, persónur og leikendur. Fjallað verður um gildi Sturlungu sem heimildar um Sturlungaöld (1220-1264) sem er eitt af helstu átakaskeiðum Íslandssögunnar. Endalok hennar mörkuðu tímamót þar sem Ísland varð hluti af Noregi en einnig vegna þess að þá var ríkisvald innleitt í fyrsta sinn á Íslandi. Einstökum sögum um tímabilið var safnað saman í Sturlungu og má finna ýmis konar sjónarhorn í því riti sem verða tekin til nánari skoðunar í þessu námskeiði.

Á námskeiðinu verður einnig fjallað um pólitíska átakasögu 12. og 13. aldar sem sögur Sturlungu eru lykilheimildir um. Á þessum tíma voru miklar væringar á Íslandi og hörð samkeppni um völd. Valdabarátta höfðingja byggðist á klókindum, hörku og forsjálum ákvörðunum í hjónabandsmálum. Ástir og ættartengsl blönduðust inn í pólitíska refskák og blóðsúthellingar. Að lokum stóðu fáir eftir sem sigurvegarar við nýjar aðstæður. Sérstaklega verður litið á átök Sturlungaaldar og þá m.a. fjallað um hvernig sögur Sturlungu sýna þau í vissu sjónarhorni þar sem framgangur sumra einstaklinga og fjölskyldna er fegraður.

Á námskeiðinu er fjallað um

Ófrið Sturlungaaldar.
Sjónarhorn í mismunandi sögum innan Sturlungu.
Sögur Sturlungu sem dæmi um miðaldasagnaritun.
Handrit Sturlungu og uppruna textans.

Ávinningur þinn

Aukin þekking á Sturlungu sem sagnariti.
Aukinn skilningur á vinnubrögðum miðaldasagnaritara.
Aukin innsýn í stjórnmál og valdabaráttu Sturlungaaldar.
Aukinn skilningur á samspili stjórnmála og sagnaritunar á 13. öld.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um sögu og bókmenntir miðalda, ekki síst þeim sem hafa áður sótt námskeið Endurmenntunar. Það er tilvalið fyrir kennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla, leiðsögumenn og aðra sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sturlunga saga

Verð
41700

<span style="font-weight: bold;" >N&aacute;mskei&eth; &aacute; mi&eth;vikudagsmorgnum kl. 10:00 - 12:00<br/><br/></span><span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur Sturlunga lesin og r&aelig;tt ver&eth;ur um helstu &aacute;t&ouml;k s&ouml;gunnar, pers&oacute;nur og leikendur. Fjalla&eth; ver&eth;ur um gildi Sturlungu sem heimildar um Sturlunga&ouml;ld (1220-1264) sem er eitt af helstu &aacute;takaskei&eth;um &Iacute;slandss&ouml;gunnar. Endalok hennar m&ouml;rku&eth;u t&iacute;mam&oacute;t &thorn;ar sem &Iacute;sland var&eth; hluti af Noregi en einnig vegna &thorn;ess a&eth; &thorn;&aacute; var r&iacute;kisvald innleitt &iacute; fyrsta sinn &aacute; &Iacute;slandi. Einst&ouml;kum s&ouml;gum um t&iacute;mabili&eth; var safna&eth; saman &iacute; Sturlungu og m&aacute; finna &yacute;mis konar sj&oacute;narhorn &iacute; &thorn;v&iacute; riti sem ver&eth;a tekin til n&aacute;nari sko&eth;unar &iacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i.</span>