null
Fréttir

Lokakynningar nemenda

Vorin hjá Endurmenntun eru alltaf skemmtileg en þá er uppskerutími hjá nemendum okkar í hinum ýmsu námsbrautum þar sem þeir klára próf og lokaverkefni og byrja að hlakka til útskriftar. Á dögunum litum við inn til tveggja nemendahópa sem héldu málstofur með sínar lokakynningar og stemningin leyndi sér ekki í salnum. Fyrst voru það nemendur í Jákvæðri sálfræði sem kynntu verkefni eins og Hamingjan er hjartastuðtæki, Jákvæð sálfræði og kröfugerð í kjarasamningum, Vísindi og vellíðan og Jákvæð inngrip fyrir foreldra langveikra og fatlaðra barna.

Svo voru það nemendur í Fjölskyldumeðferð sem kynntu sín verkefni og vakti eitt þeirra sérstaka lukku meðal áheyrenda en það var spilastokkur sem er til þess gerður að fá fjölskyldumeðlimi til að spyrja hvor aðra alls konar spurninga um lífið og líðan sína til að opna á berskjaldaðar umræður. Spilið er komið í þróun fyrir markað og má vænta þess að sjá það í almennri sölu fyrr en síðar. Nú er opið fyrir umsóknir í Fjölskyldumeðferð á haustmisseri 2022 en þetta frábæra nám hentar fólki með menntun á heilbrigðis- eða félagssviði sem vilja koma til móts við þörfina fyrir sérhæfða þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar. Umsóknarfrestur er til 15. júní og hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar HÉR.

Verð