Fjölskyldumeðferð

- diplómanám á meistarastigi

Námið hefst 5. sept. 2022 og lýkur með útskrift í júní 2024.

474 klst.

Allir kennarar námsins eru sérfræðingar á sínu sviði, bæði háskólakennarar og starfandi fjölskyldufræðingar (fjölskylduþerapistar).

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námsbraut

Fullbókað - SKRÁÐU ÞIG Á BIÐLISTA HÉR

Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
Námið samsvarar 90 ECTS einingum.

Markmið

Lokaviðmið námsins eru að koma til móts við þörfina fyrir sérhæfða þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar og að efla fjölskyldunálgun í félags- og heilbrigðisþjónustu.

Kennslufyrirkomulag

Kennsla fer fram í þremur kennslulotum á misseri, frá mánudegi til föstudags kl. 9:00-15:30. Að auki mæta nemendur í hóphandleiðslu allan námstímann.
H22
Lota 1: 5.-9. sept.
Lota 2: 10.-15. okt.
Lota 3: 14.-19. nóv.

V23
Lota 4: 16- 21. Jan.
Lota 5: 13.-18. feb.
Lota 6: 13-18 mars

H23
Lota 7: 11-16. sept.
Lota 8: 16.-21. okt.
Lota 9: 13.-18. nóv.

V24
Lota 10: 15.-19.jan.
Lota 11: 12.-16.feb.
Lota 12: 18.-22.mars
Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Námsmat

Námsmat byggir á verkefnavinnu, prófum og virkni í handleiðsluhópum.

Fagráð

Helga Þórðardóttir, MA félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri EHÍ.
Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MSc, MSW, sérfræðingur í fjölskyldumeðferð og kennslustjóri námsins.
Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri EHÍ.
Sigríður Lára Haraldsdóttir, fjölskyldufræðingur.

Fyrir hverja

Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa:
- Meistaraprófi í félagsráðgjöf eða BA-prófi og diplómu
- Klínísku sálfræðiprófi eða BA-prófi og diplómu
- Meistaraprófi í guðfræði með diplómu í sálgæslu eða handleiðslu
- Geðhjúkrunarfræði eða BS-prófi í hjúkrunarfræði og meðferðardiplómu
- Sérfræðinámi í geðlækningum
- Sérfræðinámi í heimilislækningum
- Meistaraprófi í iðjuþjálfun eða BS-prófi og diplómu
- Ljósmóðurfræðum til starfsréttinda
- Meistaraprófi í listmeðferðarfræðum

Umsókn

Með umsókn þarf að fylgja:
- Prófskírteini frá háskóla.
- Kynningarbréf þar sem umsækjandi tilgreinir ástæður fyrir námsvali, hámark ½ blaðsíða. Kostur að greina frá því hvers konar eigin meðferð umsækjandi sækir eða hefur sótt.
- Ferilskrá (CV) er inniheldur náms- og starfsferil sem og aðrar upplýsingar sem stutt geta umsóknina.
- Samþykki stofnunar/yfirmanns til að stunda námið samhliða starfi og nota efnivið úr starfi.

- Hreint sakavottorð.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að semja um greiðslufyrirkomulag áður en nám hefst. Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag má sjá hér.

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá (PDF).

Lánamöguleikar & styrkir

Námsbrautin er lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fjölskyldumeðferð

Verð
2290000