null
Fréttir

Hátíðlegur dagur 10. desember

Það var hátíðleg stemning hjá Endurmenntun föstudaginn 10. desember síðastliðinn þegar nemendur í Ökukennaranámi útskrifuðust og nemendur í Fjármálum og rekstri fluttu lokaverkefni sín og kláruðu þannig sitt nám. Alls útskrifaðist 31 nemandi úr Ökukennaranáminu og var hópurinn einstaklega samrýmdur að þessu sinni enda fólust ýmsar áskoranir í því að stunda nám með vinnu á meðan heimsfaraldur geisaði. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kom og flutti ávarp fyrir nemendur þar sem hann talaði um mikilvægi góðra ökukennara fyrir ungdóminn og minntist bernskubreka sinna í sveitinni þar sem stundum var farið ansi frjálslega með umferðarreglurnar. Halla Jónsdóttir, nýr endurmenntunarstjóri, stýrði sinni fyrstu athöfn í stofnuninni og þakkaði nemendum fyrir góða samfylgd þann tíma sem hún hefur verið við störf. Fyrir hönd nemenda flutti Marthe Sördal skemmtilega ræðu fyrir hópinn og endaði á sniðugri limru sem var frábær lokahnykkur á athöfninni.

Ekki var um eiginlega útskrift að ræða hjá nemendum í Fjármálum og rekstri en þeir fluttu allir lokaverkefni sín á föstudeginum og með því var náminu lokið hjá hópnum. Það var líf og fjör í stofunni og mikil eftirvænting fyrir komandi jólafríi enda þótt námið sé stutt er það krefjandi og mikill áfangi að klára síðasta verkefnið. Eftir áramót fer Fjármál og rekstur aftur af stað en að þessu sinni verður það einungis haldið í fjarnámi og gefst nemendum þá enn betra tækifæri til að skipuleggja námið með vinnu. Fjarnámið opnar líka dyrnar fyrir fleiri að taka þátt og geta áhugasamir um allt land sótt um án þess að þurfa að leggja land undir fót. Hægt er að kynna sér allt um námið HÉR.

Við óskum nemendum Ökukennaranámsins og Fjármála og reksturs innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim farsælda á komandi ári.  

Nemendur í Ökukennaranámi

Nemendur í Fjármálum og rekstri

Verð