null
Fréttir

Skortur á leiðsögumönnum

Útlit er fyrir að ferðamönnum til Íslands fjölgi töluvert næstu misseri eftir ferðatakmarkanir síðustu ára og miklar væntingar eru til ferðaþjónustunnar á Íslandi. Á fundi Leiðsagnar - stéttarfélags leiðsögumanna, um daginn, talaði Friðrik  Rafnsson formaður um að vöntun gæti orðið á vönum leiðsögumönnum til að taka á móti þessum aukna fjölda ferðamanna. Ferðaþjónustufyrirtæki væru farin að ráða óreynda aðila í störf sem skaðað getur ímynd Íslands út á við auk þess að þeir sýna ekki bestu hliðar landsins á besta mátann. Það er því kjörið tækifæri núna að skoða Leiðsögunám Endurmenntunar sem faglegan grunn í átt að starfi leiðsögumannsins og skapa sitt eigið atvinnutækifæri á vaxandi markaði. Í náminu er lögð áhersla á hagnýta reynslu í að leiða hópa um landið og öll kennsla og umgjörð er til fyrirmyndar. Hægt er að taka allt námið í heild eða sitja stök námskeið á eigin hraða. Allir fyrirlestrar eru teknir upp og geta nemendur því hlustað á þá þegar þeim hentar. Sem hluta af kennsluskrá fara nemendur saman í langa hringferð um landið þar sem þeir fá æfingu í að tjá sig og leiðbeina ferðamönnum um áhugaverða staði.

Umsóknarfrestur í Leiðsögunámið er 15. júní en hægt er að sjá allar nánari upplýsingar HÉR.

Verð